Æskan - 01.10.1981, Page 40
Munið þið eftir honum Óla, sem
var svo duglegur að ganga yfir
götuna og hjálpaði Evu litlu? Nú
skulið þið fá að heyra svolítið
skrítið, sem kom fyrir Óla einn
daginn. Þetta var um haust, og
eins og þið vitið eflaust, verður
dimmt, þegar líður á daginn, og
mamma Óla hafði lofað honum
því, að hún skyldi sækja hann á
leikvöllinn áður en dimmdi. Óli
var í feluleik við leikfélaga sína,
og það var afskaplega gaman.
Nú hugsaði Óli sér að leika svo-
lítið á hin börnin með því að fela
sig reglulega vel, svo hann tók til
fótanna, hljóp út af vellinum og
faidi sig bak við stórt tré, sem stóð
alveg fast við vegarbrúnina, þar
sem bílarnir óku framhjá. Óli stóð
og beið og beið, en enginn kom.
Hann fór að verða þreyttur í fót-
unum, svo hann settist niður. En
þá gerðist það.
Meðan Óli sat og beið, varð
dimmara og dimmara úti, og allt í
einu heyrði Óli veika, skræka
rödd segja: En svei, skammastu
þín bara, Óli, að sitja hérna svona
nálægt veginum." ,,Hvað, hver er
það, sem talar?“ sagði Óli og leit í
kringum sig. „Og það er nú bara
ég,“ sagði veika skræka röddin á
ný. „Ég er kallaður Endurskins-
karlinn, og ég geng um og hjálpa
þeim börnum, sem ekki eru var-
kár í myrkrinu." Jæja, nú sá Óli
litla Endurskinskarlinn, sem stóð
alveg fast við annan skóinn hans.
Óli sá hann alveg Ijómandi vel,
því hann lýsti eins og lítill lampi í
hvert sinn sem bíll ók framhjá.
Nú stökk litli Endurskinskarlinn
upp og settist á hönd Óla, og svo
sagði hann mjög ákveðinn:
„Veistu ekki, að ekki má vera úti ■
myrkrinu, ef maður hefur ekki
endurskinsmerki á sér, eða
hvað?“ „Hvað er það nú?“ spurði
Óli forvitinn. „Það er nú einmitt
það, sem veldur því, að ég lýsi
svona vel, þannig að allir bílstjór-
ar geta séð mig í myrkrinu, og
endurskinsmerki eiga öll börn að
hafa á sér. Þá lýsið þið alveg eins
vel og ég,“ sagði litli Endur-
skinskarlinn, „og nú, Óli, skaltu
fara heim til mömmu þinnar og
biðja hana að kaupa endurskins-
merki og sauma það á allar yfir-
hafnir þínar. Vertu sæll,“ sagði
Endurskinskarlinn. Svo var hann
horfinn og Óli fór heim.
íþróttaþæftir — Skákþættir — Poppþættir — Flugþættir eru í ÆSKUNNI.
36