Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1981, Page 42

Æskan - 01.10.1981, Page 42
 „Plágan" hans í fyrrasumar kom á markaðinn hljómplatan ,,[sbjarnarblús“ með áð- ur óþekktum söngvara, Bubba Morthens. Þá strax lá Ijóst fyrir að eitthvað meira en lítið var á ferðinni. Bubbi söng sig inn í hjörtu lands- manna svo um munaði. Hann varð í einni svipan skærasta poppstjarna íslands. Pönkarar, diskódansarar og þrítugir togarasjómenn, jafnt sem börn og unglingar á öllum aldri, fengu það sem kallað hefur verið ,,Bubba- æði." Núna er komin út önnur einkaplata Bubba, „Plágan." Á henni koma ýmsir afbragðskostir poppstjörnunn- ar skýrt fram: Söngurinn er betri og kröftugri en dæmi eru um á íslenskum hljómplötum. Útsetningar eru litríkari og líflegri en algengt er. Og laga- smíðar rokk-konungsins eru með því allra besta sem heyrist hérlendis. Lögin eru ýmist létt og geysilega grípandi eða þung og þróuð. Þau síðarnefndu eru svolítið fráhrindandi til að byrja með. En við nánari kynni venjast þau sérstaklega vel. Textarnir hans Bubba stinga líka í stúf við þá innihaldslausu „diggy- liggy-ló“ bulltexta sem einkenna ís- lenska dægurmúsík. Á „Plágunni" gagnrýnir Bubbi m. a. stefnu ríkisins í áfengismálum. Hann bendir á þá staðreynd að menn fremja allskonar glæpi gagnvart sínum nánustu og öðrum í ölvímu. Glæpi sem þeir myndu aldrei fremja allsgáðir. Áfeng- ið framleiðir sem sagt glæpamenn og eyðileggur fjölskyldulíf. Samt stendur ríkið fyrir áfengissölu og réttlætir hana með aurunum sem hún gefur í ríkiskassann. Raunin er engu að síður sú að þessir aurar standa ekki einu sinni undir kostnaði af öllum tjónunum sem áfengisneyslan skapar. Þetta er umhugsunarvert. Ekki satt? Bubbi syngur um fleira á „Plág- unni." Hann hefur ort ástaróð til kon- unnar sinnar, „Blús fyrir Ingu." Einn- ig fjallar hann um hættur hafsins o. fl- Músíkin á „Plágunni" er fjölskrúð- ug. Þar skiptast á blúsarar, málm- rokkarar. Veika punkta er hvergi að finna. „Plágan" er einfaldlega besta popp-plata sem út hefur komið hér- lendis. Markmið ÆSKUNNAR er: Lifandi blað handa ölium 38

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.