Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1981, Blaðsíða 45

Æskan - 01.10.1981, Blaðsíða 45
Ármann Kristján Einarsson, rithöf- undur, er fæddur 30. janúar 1915 í Neðradal ÍBiskupstungum. Foreldrar: Einar Grímsson og Kristjana Kristjánsdóttir. Ármann stundaði nám í íþróttaskólanum í Haukadal 1929—31. Kennarapróf 1937. Kennaranámskeið í Askov 1938. Kennaraháskóla í Kaupmannahöfn 1962. Kennari á ýmsum stöðum 1937—41. Lögregluþjónn í Reykjavík 1942—46. Skólastjóri barnaskólans á VIÐ KYNNUM Álftanesi 1948—54. Kennari í Reykjavík frá 1954. í stjórn Félags ís- lenskra rithöfunda 1961. Hefur skrif- að um 30 sögur fyrir börn og unglinga og margar þeirra verið gefnar út er- lendis. Nokkrar sögur Ármanns hafa komið í Æskunni. Kona hans er Guð- rún Rebekka, fædd 25. desember 1917, Runólfsdóttir sjómanns í Reykjavík Jónssonar. Árelíus Níelsson prestur er fæddur 7. september árið 1910 í Flatey, Austur-Barðastrandarsýslu. Foreldr- ar: Níels Árnason og Einara Ingileif Jensína Pétursdóttir. Árelíus lauk kennaraprófi 1932. Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1937. Cand. theol. frá Háskóla íslands 1940. Sóknarprestur á Hálsi í Fnjóskadal 1940. Stað á Reykjanesi 1940, Stokkseyri 1942—52. Sóknar- prestur í Langholtsprestakalli í Reykjavík frá 1. nóvember 1952—1979. Gegnir nú starfi fanga- prests í Reykjavík. Árelíus hefur ritað nokkrar bækur og flutt mikinn fjölda erinda í útvarp. Kona hans, sem er látin, var Ingibjörg, fædd 24. nóvem- ber 1918, Þórðardóttir, hreppstjóra í Firði ÍMúlasveit Jónssonar. VERNDUM BORNIN GEGN BRUNASLYSUM Vatnsmeðferð við brunasár Við minni háttar bruna á hörundi má láta hinn brennda líkamshluta undir væga vatnsbunu, dýfa honum í vatnsílát eða hreinan læk. Sé ekki vatn við höndina, má til bráðabirgða nota mjólk, gosdrykk, sjó eða snjó. Athugið, að framangreind ráð eru aðeins til bráðabirgða, því að fram- hald á kælingu brunans á að fara fram í hreinu, hálfköldu vatni (eða ekki kaldara en svo, að það rétt haldi sviðanum í skefjum). Hættið ekki kælingu fyrr en sviðinn er horfinn •yrir fullt og allt. Ef föt hylja brenndan líkamshluta, er best að kæla allt strax, en klippa svo flíkurnar frá, þegar þær eru orðnar kaldar. Athugið, að kalt eða hálfkalt vatn er einungis notað, þegar um takmarkað, lítið bruna- svæði er að ræða, en volgt vatn, ef um útbreiddan bruna er að ræða. Hent- ugt er að láta sjúkling með slíkan bruna í kerlaug með volgu vatni. Ef notað væri kalt vatn í kerlaugina, gæti sjúklingurinn hlotið kuldalost eða ofkælingu. Ef ekki er unnt að koma við kælingu í kerlaug, vatnsbunu eða íláti, geta bakstrar komið að svipuðu gagni, og skulu notuð mjúk hrein, ólituð stykki, lauslega undin úr köldu eða volgu vatni, eftir því sem við á. Um höfuð og háls hentar þessi aðferð vel. Ef hrollur er í sjúklingnum, má gefa honum heita mjólk eða súpu (ekki kaffi, áfengi eða örvandi lyf). Einnig skal að honum hlúð með hlýjum klæðnaði, nema brennda staðnum, sem helst skal vera án umbúða eða fata. Notið ekki nein smyrsl, sprengið ekki blöðrur. Snertið ekki brenndu svæðin. Við bruna á hörundi skemmist oft- astfjöldi háræða, er missa þanþol sitt, og vökvi síast út. Til bráðabirgða er reynt að mæta vökvatapi líkamans með því að gefa sjúklingnum saltvatn að drekka, ef hann hefur rænu (1 te- skeið af salti f lítra af vatni og ein te- skeið af bökunarsóda ef til er). Venjulegt drykkjarvatn eða mjólk kemur að gagni, en saltvatn er betra. Við meiriháttar bruna er sjúklingi hætt við losti. Kæling brunans og drykkjargjöfin eru liðir í að vinna gegn losti. AR markaði tímamót á ísiandi íyrir 82árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.