Æskan - 01.10.1981, Síða 50
Bifreiðin er svo snar þáttur í lífi
Ameríkumanna, að erfitt er að trúa
því, að hún sé tiltölulega nýlegt tæki.
Bifreiðin er hvorki amerísk uppfinning
— né uppfinning nokkurs eins
manns, heldur margar uppfinningar
margra manna nokkurra þjóða. Hins
vegar þróuðust fjöldaframleiðsluað-
ferðir í Bandaríkjunum, sem gert hafa
fólki almennt kleift að eignast bíl —
ekki bara þeim ríku.
Þjóðverjanum Gottfried Daimler er
eignaður heiðurinn af því að hafa gert
fyrsta nothæfa bensínbrennsluhreyf-
ilinn árið 1885. Einkaleyfi á fyrsta
brennsluhreyflinum var veitt í Frakk-
landi 25 árum áður. Mismunandi
gerðir af slíkum hreyfli voru brátt
smíðaðar í Þýskalandi og Bandaríkj-
unum. Uppfinningamenn beggja
megin Atlantshafsins gerðu tilraunir
með vagna, sem ekki væru dregnir af
hestum — án þess að hafa minnstu
hugmynd um framfarir hvers annars á
þessu sviði.
Það voru bræður — Duryea-bræð-
urnir — sem smíðuðu fyrstu bensín-
knúnu bifreiðina í Bandaríkjunum árið
1893. Nokkrum mánuðum síðar lét
maður að nafni Elwood Haynes
bræður nokkra — Apperson-bræð-
urna — smíða einn bíl eftir hönnun, er
hann hafði gert. Hinir þrír síðarnefndu
sköruðu fram úr á fyrstu árum bif-
reiðaiðnaðarins, en Duryea-bræó-
urnir bióu lægri hlut í hinni hörðu
samkeppni, sökum óvænlegra við-
skiptaákvarðana.
BIFREIÐIN
Fyrstu vélknúnu farartækin höfðu
gufuvél. Árið 1769 smíðaði franskur
herforingi gufuknúna dráttarvél, en
hún var aldrei notuð í hagnýtum til-
gangi. Árið 1805 smíðaði Bandaríkja-
maðurinn Oliver Evans nokkur farar-
tæki til mannflutninga, en andspyrna
gegn þessum farartækjum varð til
þess, að sett voru ,,rauðveifu“-lög,
sem kváðu svo á, að fótgangandi fólk,
sem veifaði rauðri veifu, væri rétt-
hærra en farartækin í umferðinni.
Árið 1892 smíðaði Bandaríkjamað-
urinn William Morrison fyrstu not-
hæfu rafknúnu bifreiðina. Þar sem
hún var knúin af rafhlöðum, var hún
hávaðalaus og þýð. Svo virtist sem
bifreiðir framtíðarinnar myndu verða
rafknúnar. Hins vegar stóðust þær
ekki samkeppnina vió bifreiðir knúnar
brennsluhreyfli, vegna þess hve
hæggengar þær voru og hve tak-
markaða vegalengd þær komust, þar
til hlaða þurfti rafhlöðurnar að nýiu.
Framhald í næsta blaði.
Tvíburarnir Francis og Freelan
Stanley smíðuðu fyrsta raunverulega
hagnýta gufubílinn árið 1896. Þannig
voru á tæpum fjórum árum fram-
leiddar í Bandaríkjunum bifreiðir, sem
notuðu mismunandi aflgjafa. Tak-
markanir rafknúnu bifreiðanna ollu
því, að slíkir bílar urðu æ minna eftir-
sóttir. Þó að gufubílarnir væru hrað-
gengari og aflmiklir, fóru vinsældir
þeirra minnkandi, að miklu leyti vegna
þess, að fólk hafði beyg af að aka í
farartæki með katli fullum af sjóðandi
gufu.
46