Æskan - 01.01.1983, Qupperneq 3
Nú er tími vetraríþróttanna hafinn. Á
undanförnum árum hefur áhugi á
skíðaíþróttum aukist stórum skrefum
hér á landi. Á það ekki síst við um Stór-
Reykjavíkursvæðið, en opnun Bláfjalla
og sífellt bætt aðstað þar hefur gert
almenningi kleift að njóta skíðabrekkna
við allra hæfi, stóran hluta vetrar, svo
framarlega að nægur snjór sé, og
stundum langt fram á vor. En alltaf
bætist við hóp þeirra, sem eru að stíga
sín fyrstu spor á skíðum. Þeir eiga eftir
að koma sér upp þeim útbúnaði, sem
reglulegum skíðaferðum fylgir.
Byrjendur skulu ekki í fyrstu fjárfesta
mikið í fullkomnum útbúnaði. Miklu
skynsamlegra er að taka á leigu þann
útbúnað, sem er nauðsynlegur, en
hann er hægt að fá leigðan hér í
Reykjavík hjá skíðaleigunni rétt hjá Um-
ferðarmiðstöðinni og einnig stendur til
að hafa hann til leigu í nýju skíðamið-
stöðinni í Bláfjöllum. Á Akureyri má líka
taka slíkan búnað á leigu. Og það er
heldur engin nauðsyn á að vera í
heimsins dýrasta skíðagalla, mikil-
vægast er að vera hlýtt klæddur. Þá er
það góð hugmynd að fá einhverja
skíðakennslu í upphafi. Að þessum
undirhúningi loknum er loks tímabært
að gera sér grein fyrir, hvort fólk hefur
„skíðabakteríuna" í þeim mæli, að það
leggi í kaup á dýrum skíðaútbúnaði og
hyggi á tíðar skíðaferðir.
Byrjendum er ráðlagt að fara í sér-
verslun, en þar er starfsfólkið boðið og