Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1983, Síða 5

Æskan - 01.01.1983, Síða 5
Mánuðirnir Vitiö þiö, að árinu er skipt í 12 mánuði, og vitið þið, hvernig á því stendur? Það stendur svo á því, að orðið mánuður er dregið af máni, sem er annað heiti á tunglinu og þýddi upphaflega þann tíma, sem líður frá einni tungl- komu til þeirrar naestu, en á þeim tíma fer tunglið einu sinni hringinn í kringum jörðina. Árið er sá tími, sem jörðin er að fara einu sinni kringum sólina. Það er heldur lengri tími en tunglið þarf til að fara 12 sinnum í kringum jörðina, svo að það ber við, að 13 tungl „kvikni" á sama árinu, eins og segir í þessari gömlu vísu: Tólf eru á ári tunglin greið, til ber að þrettán renni. Sólin gengur sína leið svo sem guð bauð henni. En af því að það er óhentugt að hafa ekki alltaf jafn marga mánuði í árinu, hefur mönnum komið saman um, að þeir skyldu jafnan vera tólf, hvað sem tunglkomufjölda liði. í gamla íslenska tímatalinu voru 12 mánuðir í árinu og 30 dagar í hverjum, en það sem þá vantaði á fullt ár, var kallað aukanætur og ekki talið til neins mánaðar. Nú er það tímatal ekki notað lengur, því að hentugra er að hafa sama tímatal og aðrar þjóðir, en þó munu flest ykkar kannast við gömlu mánaðanöfnin Þorri, Góa, Einmánuður og Harpa. Tímatalið, sem nú er farið eftir, er komið frá Rómverjum. Mánaðanöfnin í því eru öll á latínu, svo að þið getið sagt, að þið séuð orðin dálítið latínulærð, þegar þið hafið lært þau öll. Þau eru: Januarius (janúar), Februarius (febrúar), Mart- ius (mars), Aprilis (apríl), Maius (maí), Junius (júní), Julius (júlí), Augustus (ágúst), September, Október, Nóvember, Desember. í svigum eru nöfnin stytt, eins og við notum þau venjulega, en þar sem engir svigar eru þar notum við þau óstytt. En annað þurfið þið að vita líka um þessa mánuði en nöfnin, það er, að þeir eru mislangir, sumir 30 dagar, aðrir 31, og einn, febrúar, venjulega 28 dagar, en 29 þegar hlaupár er, en það er fjórða hvert ár. Til þess að muna dagafjölda hvers mánaðar, er gott að læra þessa vísu, þó að hún sé nokkuð skammstöfuð og heldur stirt kveðin: Ap., jún., sept., nóv. þrjátíu hver, , (Þ. e. hafa 30 daga). einn til hinir kjósa sér, (Þ. e. hafa einn í viðbót, eða 31). febrúar tvenna 14 ber, (Þ. e. tvisvar 14 eða 28). frekar einn þá hlaupár er. (Þ. e. bætir einum við, og hefur þá 29). Annað ráð til að muna dagafjölda mánaðanna er þetta: Styðjið vísifingri annarrar hvorrar handarinnar á vísifingurs- hnúa hinnar og látið sem hann sé janúar, nefnið svo mánuðina í réttri röð og styðjið ýmist í laut milli hnúa eða á hnúa um leið og þið nefnið hvern mánuð. Gætið þess, að hlaupa hvergi yfir. Þegar þið eruð komin á litlafingurshnúa, hafið þið talið 7 mánuði. Þá snúið þið við, byrjið aftur á vísifingurshnúa um leið og þið nefnið áttunda mánuðinn (ágúst) og haldið áfram sömu leið og áður, þangað til allir 12 mánuðirnir eru nefndir, en þá styðjið þið á baugfingurs- hnúa, er þið nefnið þann síðasta. Þá hafa allir lengstu mánuðirnir þeir sem hafa 31 dag, lent á hnúunum, en allir þeir styttri, sem hafa 30 daga, nema febrúar, lent í lautun- um. Getið þið því ætíð fundið, hve marga daga hver mán- uður hefur, þó að þið hafið gleymt því, ef þið aðeins munið nöfn þeirra í réttri röð og að í hverjum mánuði eru annað hvort 30 eða 31 dagur, nema í febrúar, sem hefur 28 daga eða 29, eftir því hvort hlaupár er eða ekki. Ævintýri Rósu. 5

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.