Æskan - 01.01.1983, Side 12
ÆVINTÝRI ÆSKUNNAR
Önnur útgáfa af hinni glæsilegur Ævin-
týrabók ÆSKUNNAR kom út á síðastliðnu
hausti. í bókinni eru heimsfræg ævintýri frá
17 löndum og 155 litmyndir eftir hinn heims-
fræga teiknara V. Kubasta, í íslenskri þýðingu
Rúnu Gísladóttur. Prentsmiðjan Oddi vann
setningu, prentun og bókband. Filmuvinna
var unnin í Korpus hf. Bókin er í stóru broti
alls 140 síður.
Þetta mun vera ein sú glæsilegasta barna-
og unglingabók sem út hefur verið gefin hér á
landi til þessa.
Hér birtist eitt stutt ævintýri út bókinni og
nefnist það:
Kóngsonurinn og refurinn.
Einu sinni var konungur, sem var blindur, og enginn mannlegur
máttur gat gefið honum aftur sjónina. Hann sendi því eftir sonum
sínum þremur og sagði við þá: „Kæru synir mínir. Aðeins eitt
getur gefið mér aftur sjónina, og það er söngur undrafuglsins. En
undrafuglinn er í eigu konungs, sem aldrei vill skilja hann við sig.
Hann er vondur maður og álítur fuglinn vera dýrmætasta auð
sinn.“
„Ég fer samt og reyni að ná undrafuglinum handa þér,“ sagði
elsti sonurinn. Hann lagði því af stað á fallegum hesti og með fulla
vasa af fé.
Þegar hann var kominn dálítið áleiðis, kom hann að veitinga-
húsi þar sem margir gestir höfðust við, drukku, sungu og léku sér
með teninga. Kóngssonurinn nam staðar til þess að hvíla sig, og
honum leið svo vel, að hann gleymdi bæði föður sínum blinda og
undrafuglinum
Á sömu leið fór með miðsoninn, þegar hann lagði af stað sömu
erinda. En þegar yngsti kóngssonurinn kom að veitingahúsinu og
sá bræður sína skemmta sér þar við söng og leik, vildi hann ekki
staldra þar við stundinni lengur.
„Ég er að leita að ykkur," sagði hann, „en ég er líka að leita að
undrafuglinum. Nú hef ég fundið ykkur og verð því að halda
áfram.“
Hann hélt af stað, og eftir langa ferð kom hann að öðru
veitingahúsi langt inni í skóginum. Þar sem myrkur var skollið á,
fór hann inn, settist og bað um mat. Allt í einu heyrði hann grát úr
næsta herbergi og stökk á fæturtil þess að aðgæta, hver væri svo
óhamingjusamur.
„Þú getur ekki orðið til hjálpar," sagði þjónustustúlkan snökt-
andi. „Þarna í herberginu er maður, sem veitingamaðurinn líflét,
af því að hann gat ekki greitt fyrir mat sinn. Hann vill ekki láta
jarða hann, því að engir peningar eru fyrir jarðarförinni. Og þess
vegna andvarpar hann og grætur, þar til einhver kemur til þess að
jarða hann."
„Ég skal gera það“, sagði kóngssonurinn. Síðan lyfti hann
lokinu af fatinu, en þar voru þá aðeins hnífur og öxi. Nú skildi
hann, hvers konar staður þetta var. Veitingamaðurinn lét hann
velja milli tvenns konar dauðdaga, ef hann gæti ekki borgað.
Hann kallaði hann því fyrir sig og greiddi honum mikla upphæð
fyrir líf sitt og auk þess næga peninga til jarðarfarar mannsins í
herberginu. En um kvöldið læddust þau óséð frá þessum óhugn-
anlega stað, hann og þjónustustúlkan. Hún varð síðan eftir í veit-
ingahúsi handan skógarins, en kóngssonurinn hélt áfram. Á leið
sinni mætti hann ref, sem heilsaði honum vingjarnlega, spurði
12