Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1983, Page 15

Æskan - 01.01.1983, Page 15
SAFNASTOFNUN AUSTURLANDS 10 ÁRA Safnastofnun Austurlands var 10 ára á síðastliðnu hausti. Stofnunin varð að veruleika 1972 og hefur vaxið og dafnað. Burstarfell í Vopnafirðl. Á Burstarfelll er mlnjasafn, sem er opið almennlngi til sýnis yfir sumarmánuðina eftir samkomulagi við heimafólk. í bænum er fjöldi gamalla muna og húsakynni eru gott sýnishorn af rausnarsetri á fyrri tíð. Gert er ráð fyrir að Safnastofnunin nái yfir öll söfn í fjórðungnum í eigu eða rekin með fjárhagslegum stuðningi sveitarfélaga og/eða ríkis, önnur en bókasöfn. Þau söfn, sem komist hafa á laggirn- ar fyrir forgöngu Sal, eða stofnunin hef- ur haft afskipti af, eru fyrst og fremst eftirfarandi: a) Burstarfell í Vopnafirði. b) Minjasafn Austurlands á Seyðisfirði. c) Tækniminjasafn Austurlands i Seyðisfirði. d) Sjóminjasafn Austurlands á Eski firði. e) Byggðasafn Astur-Skaftfellinga i Höfn. f) Náttúrugripasafnið í Neskaupstað Fyrit utan söfnun minja hefur SAL haft afskipti af ýmsum málefnum. Mí þar m. a. nefna friðlýsingarmál, hús friðun og Ijósmyndasýningar. Kostnaður við rekstur SAL bera Samband sveitarféiaga í Austurlands- kjördæmi og ríkissjóður. Þá hefur stjórn SAL venjulega aflað styrkja til ýmiskon- ar verkefna. Laun starfsmanns SAL greiðast að hálfu úr ríkissjóði, en hinn hluta launanna greiðir SSA að mestu. Fyrst var ráðinn fastur starfsmaður til SAL árið 1978. Sá sem þá réðist til starfa var Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur. Hafði hann áður unnið fyrir SAL í leyfum frá námi. Því miður naut SAL starfskrafta Gunnlaugs stutt en hann fluttist til Akraness og gerðist safnvörður við Minjasafnið í Görðum á Akranesi. Eftir brottflutning Gunnlaugs var nokkur lægð í stárfi SAL, en nú hefur Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir þjóð- fræðingur verið ráðin til starfans og er starfsemin nú mjög öflug undir hennar stjórn. „Vilduð þér vera svo vænn að taka mynd af mér til að sanna konunni minni að ég hef póstlagt bréfið!" álögunum, sem svo lengi hafa hvílt á mér. Ég var dauði maðurinn, sem lá stynjandi á veitingahúsinum, sem þú svo keyptir lausan með því að greiða jarðarför mína. Farðu nú heim og náðu aftur kóngsdótturinni þinni." Kóngssonurinn klæddist eins og járnsmiður, hélt til hallarinnar og bauð bræðrunum þjónustu sína. „Þú ert einmitt maðurinn, sem okkur vantar," svöruðu þeir. „Það er að segja, ef þú getur lyft hófunum á hestinum með gullskeifurnar." Kóngssonurinn bað um að fá að sjá hestinn, og er hann nálgaðist, hneggjaði hann ánægjulega og stóð kyrr eins og lamb á meðan hann lyfti hófunum. „Þú hefur sannarlega gott lag á hestinum," sögðu þeir. „Bara aö þú hefðir nú líka gott lag á fuglum." Þeir sögðu honum frá undrafuglinum, sem sat allan daginn í herbergi konungs án þess að syngja. „Hann hlýtur að langa í eitthvað, sem hann fær ekki,“ sagði kóngssonurinn. Mennirnirfylgdu honum til herbergis konungs, og jafnskjótt er undrafuglinn sá hann, flaug hann til hans og settist á handegg hans og söng. Þegar söngurinn barst að eyrum konungsins, fékk hann sjónina aftur, og hann þekkti þegar í stað yngsta son sinn. Og þegar kóngsdóttirin heyrði undrafuglinn syngja, þurrkaði hún tárin og kom hlaupandi inn í herbergið. Vondu bræðrunum tveimur var refsað, kóngssonurinn giftist kóngsdótturinni og augu gamla konungsins Ijómuðu jafn skært og augu hamingjusömu, ungu konungshjónanna, og undrafuglinn söng nú enn betur en áður. Kóngssonurinn og refurinn 15

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.