Æskan - 01.01.1983, Side 16
Einu sinni var fátæk ekkja, sem átti sjð drengi. En hún
átti ekki nokkurn matarbita til í húsinu handa þeim. Og í
neyð sinni fór hún til grannkonu sinnar, sem var rík og
ágjörn, og sagði við hana:
„Aumingja litlu börnin mín eru hungruð, viltu ekki gefa
mér mjölhnefa, svo að ég get bakað brauð handa þeim?“
En vonda konan svaraði.
„Mér dettur ekki í hug að gefa letingjum nokkurn skapað-
an hlut, en þú skalt fá mjöl hjá mér, ef þú nennir að vinna
fyrir því!“ Og svo fékk hún ekkjunni tunnusekk af mjöli og
sagði henni að sigta það. Þegar ekkjan hafði keppst við í
marga klukkutíma var mjölsekkurinn loksins búinn.
„Þetta er ekki nóg“, sagði ríka konan. „Nú verður þú að
fara út í skóg og bera heim hrís handa mér!" Og aumingja
ekkjan, sem var dauðlúin, bar margar byrðar af hrísi heim í
eldhús til ágjörnu konunnar. „Nú er best að þú gerir upp eld
á hlóðunum hjá mér og þegar því er lokið skaltu fá
borgunina!“ Og svo varð ekkjan að gera þetta líka, þó erfitt
væri, því að hrísið var rennblautt. Og svo urðu launin þrír
hnefar af mjöli, ein lítil skeið af sykri og nokkrir hrískvistir.
Þegar hún kom heim, sagði hún: „Ég fékk ekki nema
svolitla ögn af mjöli, svo að brauðið verður ósköp lítiðl" Og
svo fór hún að hnoða brauðið. Og innan skamms breiddist
Ijúfur ilmur um alla stofuna og drengirnir hoppuðu og
dönsuðu af kæti og kölluðu:
„Góða mamma, viltu ekki lofa okkur að bragða á?“
„Verið þið nú þolinmóðir, fyrst verður hleifurinn að kólna
svolítið!" sagði móðirin. En börnin áttu svo bágt með að
stilla sig og bíða. En í sömu svifum var barið á dyrnar og
konan lauk upp. Fyrir utan var riddari á hestbaki.
Hjartagæskan vann sigur á sultinum.
' R ,
li
Launin.
„Kona góð“, sagði hann, „ég er einn af riddurum kon-
ungsins. Það er sorg hjá allri hirðinni því að einkasonur
konungsins, sem er aðeins tíu ára gamall, liggur fyrir
dauðanum. Honum býður við öllum mat og allir matsveinar
kóngsins eru önnum kafnir dag og nótt við að reyna að
brasa handa honum nýja rétti, ef ske kynni að prinsinn gæti
borðað þá. En nú hefur vitrasti maðurinn í landinu lánað
konunginum töfraspegil, og í honum sá hann, að prinsinn
getur ekkert borðað nema brauðið þitt. Konungurinn vill
gjarnan greiða þér jafnvægi þess í gulli fyrir það! En vitri
maðurinn segir, að það hafi engin áhrif á sjúkdóminn,
nema það sé gefið af glöðum hug?“
„Blessaðir, takið þér brauðið", sagði ekkjan hiklaust, „úr
því að Guð hefur gefið prinsinum þetta til heilsubótar þá
hjálpar hann mér áreiðanlega líka!“ Og svo fór hún inn til
drengjanna sinna og sagði þeim, að það væri lítill sjúkur
drengur, sem gæti orðið heilbrigður ef hann fengi brauðið
þeirra.
„Gefðu litla drengnum það, mamma, við komumst ein-
hvernveginn af án þess“ kölluðu allir drengirnir samtímis.
„Vitri maðurinn sagði líka“, hélt riddarinn áfram, „að
gefandinn yrði sjálfur að færa prinsinum gjöfina!“ Og svo
varð það úr, að drengirnir sem allir voru jafn hjartagóðir og
hún mamma þeirra, báru brauðið til skiptis heim í konungs-
höllina, til veika prinsins, en riddarinn vísaði þeim leið.
Eftir tveggja stunda göngu komu þeir að konungs-
höllinni. Þeir fóru beina leið inn í sjúkraherbergi prinsins,
sem lá þar í rúmi sínu fölur og máttfarinn og tók lítið eftir því,
sem fram fór í kringum hann. En undir eins og hann sá
drengina sjö koma í fylkingu inn gólfið, lifnaði hann við.
Hann beit undir eins í brauðið og honum féll það svo vel, að
hann át það upp til agna. Og það var gaman að sjá hvernig
hann hresstist. Það kom roði í fölar kinnarnar og hann
brosti til allra í kringum sig. Drengirnir sjö gleymdu
hungrinu við að horfa á, hve prinsinn hafði góða matarlyst
16