Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1983, Side 17

Æskan - 01.01.1983, Side 17
4 Þessi saga gerðist uppi í sveit ein- hvern illviðrisdag, þegar börnin gátu ekki verið úti að leika sér. Þess vegna höfðust þau við í anddyrinu og léku þar brúðkaup. Vigga litla var svo lítil að þau vildu ekki hafa hana með, svo að hún kom háskaelandi inn til mömmu að kvarta um þetta. Mamma leiddi hana fram og skipaði hinum krökkunum að lofa henni að vera með. Nú leið nokkur stund. Þá er kallað á mömmu og hún beðin að koma fram og sjá leikinn. Elsta systirin hafði þá búið sig sem prest, bróðirinn var brúðgumi og næst yngsta systirin var brúður, með gluggatjald fyrir brúðarslæðu. En Vigga var hvergi sjáanleg. - Hvað er orðið af henni Viggu? spyr mamma. Þá gægist Vigga fram undan stól og segir: - Ég er að bíða eftir því að fæðast. Sigga litla var þriggja ára og mamma var með hana í strætisvagni. Þar sat einnig aldraður maður, nauðsköllóttur, en með mikið skegg. Sigga horfði lengi þegjandi á hann, þangað til hún segir hátt: - Sjáðu mamma, hausinn snýr öf- ugt á manninum. Það var rétt fyrir jólin. Mamma var að keppast við að baka og Stína litla sat úti við glugga og horfði á skæðadrífu, sem féll jafnt og þétt úti fyrir. Allt í einu kallar hún: - Mamma, mamma, sjáðu hvað guð er duglegur, hann bakar svo að hveitið fýkur út um allt! Inga litla fékk að fara á jólagleði í sunnudagsskólanum. Þar var gríðar- mikið jólatré með óteljandi kertaljósum, og efst á toppnum sat engill og var þannig um búið að vegna hitans sem lagði af Ijósunum snerist hann alltaf. Inga var mjög hrifin og augu hennar Ijómuðu af fögnuði er hún horfði á þetta. Þegar hún kom heim sagði hún við mömmu sína. - Ó, mamma, Jesúbarniö sat hátt uppi og það lá svo vel á því að það dansaði allan tímann sem við vorum þar. Lítill drengur lá í sjúkrahúsi. Hann las bænirnar sínar á hverju kvöldi og horfði jafnframt á englamynd, sem var yfir rúminu hans. En rétt fyrir jólin, þegar verið var að gera hreint í sjúkrahúsinu, tók hjúkrunarkona englamyndina og sagðist ætla að þvo hana. Þá um kvöld- ið, er drengurinn hafði lesið bænirnar sínar, andvarpaði hann og mælti svo: - Góði guð, í nótt verður þú að vaka yfir mér, því að nú eru englarnir í þvotti. og ekkjan var svo hrærð yfir þessu, að hún fékk tár í augun. Og í sama bili var farið að hringja öllum kirkjuklukkunum, til þess að tilkynna þjóðinni að nú væri prinsinn kominn á bataveg og úr allri hættu. Nú vildi prinsinn endilega fara á fætur og honum var leyft það. Og svo bauð hann öllum lífgjöfunum sínum inn í mat- salinn og þar fengu þeir svo mikið af allskonar krásum, að þeir höfðu aldrei orðið eins saddir á ævi sinni. Og þegar þeir voru staðnir upp frá borðum fór hann með þá inn í næstu stofu. Þar stóð þjónn með stóra körfu í hendinni og rétti hana að prinsinum. „Þú hefur bjargað lífi mínu“, sagði prinsinn við ekkjuna. „Þú og drengirnir, sem vildu líða hungur mín vegna. Og nú ætla ég að gefa ykkur sína gjöfina hverju i staðinn". Ekkjan fékk knippi af hveitiöxum. „Hristu það“, sagði prinsinn og hún gegndi því. Á augnabliki stóð hjá henni sekkur, troðfullur af korni. Elsti drengurinn fékk mortél. Þegar stautnum var barið breyttist allt kornið í mjöl. Næsti fékk sáld, og þegar það var hrist, sigtaðist allt hýðið úr mélinu. Þriðji fékk sykurker, sem aldrei tæmdist, fjórði hænu, sem verpti 12 eggjum á dag, fimmti deighnoðara, sem hnoðaði brauðið sjálfur, sjötti fékk hrísknippi sem aldrei þraut. Og sá sjöundi og minnsti fékk jurt, og á henni spruttu rúsínur, sem voru alveg ómissandi í jólakökuna. Svona atvikaðist það, að ekkjuna vantaði aldrei brauð framar og að synir hennar urðu allir fyrirmyndar bakarar. Og á ári hverju fékk kóngssonurinn afargott brauð frá ekkjunni og sonum hennar og þau voru alltaf boðin einu sinni á ári í dýrindis veislu í höllinni. Við fyrstu sýn er að sjá sem myndin hér efra sé af sex óvenjulegum hnútum. En svo er þó ekki. Sumir eru „falskir“, því að ef tekið er í lausu endana, myndast hreint enginn hnútur. Geturðu fundið sönnu hnútana með því að athuga teikningarnir? 'Q 60 o nje jjujeinug nuuos nu;g

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.