Æskan - 01.01.1983, Page 18
Jenna og
Hreióar Stefánsson
heimsótt
Allir hafa heyrt barna- og unglinga-
bókahöfundana Jennu og Hreiðar
Stefánsson nefnda. Vandfundinn er sá
unglingur sem ekkert hefur lesið eftir
þau. Jenna og Hreiðar hafa verið í
fremstu röð þeirra höfunda, sem skrifa
fyrir börn og unglinga hér á landi og
eru margfaldir metsöluhöfundar. Sem
dæmi má nefna að hinar vinsælu
Öddu-bækur hafa verið gefnar út í allt
að 6 útgáfum og selst í rúmlega 50.000
eintökum.
Jenna og Hreiðar hafa skrifað sam-
an 26 bækur. Hvort i sínu lagi hafa þau
líka sent frá sér bækur; Jenna eina
fullorðins-ljóðabók og Hreiðar fjórar
bækur: Blómin blíð, Mamma mín er
lögga, Grösin í glugghúsinu og Tröllin í
Tilverunni sem kom út fyrir síðustu jól.
Jenna er um þessar mundir að skrifa
um ævi tveggja íslenskra kvenna í
Bandaríkjunum, en það er mikil
gagnasöfnun og vinna í kringum það
verk. Annað slagið hefur hún birt eftir
sig sögur og Ijóð í útvarpi og blöðum.
Fyrsta bók þeirra hjóna kom út 1944
hjá Bókaútgáfu Pálma H. Jónssonar
og heitir Skógarævintýri. Síðan hafa
þær komið út hver af annarri. Af þess-
um 26 bókum þeirra beggja hefur
Æskan gefið út 11.
Jenna og Hreiðar hafa alltaf verið í
nánum tengslum við börn og unglinga,
þar sem þau eru bæði kennarar. [ 21
ár rak Hreiðar sinn eigin skóla á Akur-
eyri, sem var nefndur eftir honum:
Hreiðarsskóli. Fyrir nokkrum árum fluttu
þau til Reykjavíkur og kenna bæði í
Langholtsskóla.
Umsjónarmanni þessa þáttar fannst
mál til komið að kynna þessa vinsæla
og afkastamiklu höfunda í Æskunni.
Hann heimsótti þau fyrir skömmu að
Goðheimum 16 og átti við þau spjall.
Eftir að hafa þegið kaffi og meðlæti
var sest í stofu, penninn dreginn úr
slíðrum og þau hjón fyrst spurð að því
hvernig þau skrifuðu bækurnar saman.
„Við höfum aldrei lýst því í smáat-
riðum þegar blaðamenn hafa spurt
okkur“, sagði Jenna. „Þó get ég sagt að
Hreiðar hefur alltaf séð um
vélritunarvinnuna". Hreiðar bætti því við
að það væri ekkert launungamál að
Jenna ætti meira í bókunum fyrir eldri
krakkana, en hann ætti meira í sögun-
um fyrir yngri börnin. „Það kemur til af
því“, sagði hann, „að við kennum sitt-
hvorum aldurshóþnum. Jenna kennir
eldri krökkunum en ég þeim yngri".
— Segið þið nemendunum sögur
eftir ykkur?
Jenna: Ég les aldrei úr bókunum
okkar, en segi aftur á móti sögur, sem
aðeins eru fyrir bekkinn.
Hreiðar: Ég hef oft sagt krökkunum
sögur, sem síðar hafa verið gefnar út.
Með þessu hefur maður getað fundið
út hvernig þær orka á börnin og ef þær
hafa gefist vel, hef ég fullunnið þær.
Ég spurði þau næst hvort söguper-
sónur þeirra ættu sér fyrirmyndir í raun-
veruleikanum.
„Já, þær eru oft sannar", sagði
Jenna. „Einnig höfum við búið til eina
sögupersónu úr mörgum sem við
þekkjum". Hreiðar hélt áfram: „Ég get
nefnt sem dæmi Söguna um Seina
Steina, sem birtist í bókinni: Það er
leikur að lesa. Þessi Steini var einn
nemenda minna og hann þekkti sjálfan
sig þegar ég las söguna fyrir bekkinn.
Krakkarnir þekktu hann líka. Eftir það
kom hann aldrei of seint".
— Hvenær dagsins skrifið þið?
„Það erum við hjónin ansi ólík“, sagði
Jenna. „Hreiöari finnst betra að skrifa
á kvöldin, en ég skrifa alltaf eitthvað á
hverjum morgni. Það er ekki óalgengt
að ég sé komin á fætur klukkan 5. Þá
þarf ég líka að undirbúa kennsluna. Ég
vil alltaf eiga frí seinni hluta dagsins."
Jenna og Hreiðar fengu verðlaun
Fræðsluráðs Reykjavíkur 1973 fyrir
barnabækur sínar, en það sama ár
18
I