Æskan - 01.01.1983, Qupperneq 19
LOTUS
Það vaknar kannski spurning hjá
mönnum hvað þetta orð þýðir. LOTUS er
nafn á þekktu blómi, það er nafn á
bleyjum og kvenfataverslun og þannig
mætti lengi telja. í október á liðnu hausti
stofnuðu 6 efnilegir ungir menn 15 til 18
ára nýja hljómsveit á Selfossi undir
þessu nafni. Þeir eru Gunnar Árnason, á
gítar, Heimir Hólmgeirsson á trommur og
sér einnig um slagverk, Bragi Vilhjálms-
son, gítar, Kjartan Björnsson syngur og
Hróbjartur Eyjólfsson á bassa. Hljóm-
sveitin spilar sígilda dægurmúsík. Þótt
ekki sé langur tími frá því hljómsveitin
kom fyrst fram, en það var 22. október,
Bragi, Kjartan, Heimir, Hilmar, Baddi og Gunnar.
hefur hún náð miklum vinsældum fyrir
austan fjall.
kom Sumar í sveit út í annarri útgáfu.
1980 fékk svo Hreiðar þessi sömu
verðlaun fyrir Grösin í glugghúsinu,
sem vakti mikla athygli. Hún er að
ölium líkindum eina skáldsagan hér á
landi, sem skrifuð hefur verið í annarri
persónu. Tal okkar barst að þeirri bók.
„Þessi bók er mér einna kaerust",
sagði Hreiðar. „Ég skrifaði hana fyrst
1970 og var hún þá 250 vélritaðar
síður. Svo lét ég hana liggja til 1978 er
ég tók mig aftur til, vélritaði hana þá
fjórum sinnum í gegn og stytti í öll
skiptin. Þessi saga er byggð á sönnun
atburðum. Hún átti í raun aldrei að
koma fyrir sjónir annarra. Hún var fyrst
og fremst skrifuð af því að ég þurfti að
losna við vissa tilfinningu. Nú líður mér
miklu betur“.
— Nú er oft talað um annan
tíðaranda í samfélaginu, samfara vel-
meguninni. Er rétt að segja að baekur,
sem skrifaðar eru fyrir mörgum árum,
eigi ekki lengur erindi til ungs fólks?
„Það er ekki allskostar rétt“, sögðu
þau. „i bókunum okkar, svo dæmi sé
tekið, er fjallað um ýmsa mannlega
þætti og athafnir samfara þeim, sem
koma fyrir aftur og aftur — á öllum
tímum“.
— Margir tala um að ævintýrabæk-
ur séu á undanhaldi vegna vanda-
málabóka. Hvað finnst ykkur um ævin-
týrin?
„Ævintýrabækurnar standa fyrir sínu
og eru engu síðri“, sagði Hreiðar. „í
gömlu ævintýrunum birtust óskir
manna um það þeir þráðu, en áttu ekki
neinn kost á að fá. Ævintýrin auðga
hugmyndaflug barnanna og í dag eru
þau svo vel upplýst að þau þekkja mun
á ævintýrum og sönnum sögurn".
— Þið hafið skrifað fyrir ungt fólk í
ein 38 ár og margt breyst á þeim tíma.
Hvað finnst ykkur um ungt fólk í dag?
Jenna: Mér líst alveg prýðilega á
það. Þó held ég að í dag sé erfiðara að
vera ungur en áður. Það er vegna þess
að samfélagið er rótlausara og kapp-
hlaup eftir lífsins gæðum mikið.
Hreiðar: Ég get ekki annaö sagt en
að ég öfunda unga fólkið, það er svo
miklu óþvingaðra og frjálsara en þegar
við vorum ung.
Við snerum talinu aftur að bókum
þeirra. Ég spurði þau hvort þau
skrifuðu eingöngu sögur, þar sem að-
alpersónurnar væru „góðar“ og allt
endaði vel.
„Nei, við höfum tekið fyrir bæði
hamingju og sorg“, sagði Hreiðar og
Jenna bætti við að þau hjónin hefðu
alltaf verið hamingjusöm og því engin
furða að bjartsýni hafi oftast orðið ofan
á í endi bókanna.
— Að síðustu, hvaða hlutverki eiga
bækur að gegna?
„Þær eiga fyrst og fremst að vera til
fróðleiks og skemmtunar", sögðu þau
hjónin — og með þetta kvaddi blaða-
maður þau, eftir ánægjulega dag-
stund. Ekki er hann frá því að Hreiðar
hafi verið farinn að gjóa augunum til
ritvélarinnar. Systurdóttir hans var líka
komin í heimsókn og eflaust höfðu þau
þrjú margt að spjalla. Blaðamaðurinn
lét sig því hverfa . ..
- E.l.
Jennaog
HreiðarStefánsson
heimsótt
19