Æskan - 01.01.1983, Blaðsíða 20
Brúður heimsins
Ferðamenn kaupa sér oft brúður í
lítríkum þjóðbúningum til minja um
heimsókn sína til erlendra landa.
Flamenko-dansmeyjarnar á Spáni
gleðja t. d. marga ferðamenn með
hröðum en þokkafullum dansi sínum.
Áður en ferðamennirnir snúa heim,
kaupa margir þeirra flamenko-brúðu
eins og þessa hér á myndinni, til þess
að hafa eitthvað til minningar um
ferðina. Hér eru fleiri þjóðbúninga-
brúður frá ýmsum öðrum þjóðlöndum.
HJÁLPFÚSA STÚLKAN
Ævintýri eftir Eli Erichsen
Einu sinni var fátæk stúlka. Aleiga hennar var einn hestur, brúnn að lit, sem
foreldrar hennar höfðu gefið henni. Dag nokkurn söðlaði hún hestinn og kvaðst
ætla að fara og finna sér eiginmann. „Ertu alveg frá þér, barn,“ sagði móðir
hennar. „Aldrei hef ég heyrt slíkt fyrr, að stúlkur fara sjálfar að leita sér að
mannsefni. Þær eiga að bíða heima hjá foreldrum sínum, þangað til biðillinn
kemur". En dóttir hennar var ekki á því að breyta ákvörðun sinni. Hún aðeins
hló glaðlega. „Nú eru aðrir tímar og aðrir siðir en þegar þú varst ung, mamma
mín,“ mælti hún. „Ég er nú þegar orðin tvítug, og þótt ég sæti heima í tíu ár enn,
fengi ég víst engan biðilinn." Með það tók hún malpoka sinn og hoppaði á bak,
en kallaði um leið og hún þeysti úr hlaði: „Ég kem aftur, áður en árið er liðið, og
þá skal ég verða búin að ná mér í besta piltinn, sem til er í heiminum.“
Þegar hún var komin nokkurn spöl, sá hún hóp smáfugla; þeir voru að vappa
um og leita sér að korni í svanginn, en þar var lítið að hafa. Hún kallaði á þá.
„Ég sé, að þið eruð sársvangir," sagði hún, „nú skal ég gefa ykkur gott að
borða." Fór hún síðan af baki, tók brauðbitann sinn úr malpokanum og muldi
hann niður fyrir litlu fuglana. Þeir urðu ósköp fegnir og kvökuðu á eftir henni,
þegar hún hélt áfram ferð sinni: „Kallaðu á okkur, ef þú þarft á lítilli hjálp að
halda."
Þegar hún hafði riðið dálítinn spöl, fór hana sjálfa að langa í bita. Brauð átti
hún ekki lengur, en ofurlítinn fleskbita átti hún eftir. Hún tyllti hestinum við
hríslu, kveikti eld og fór að steikja fleskbitann. Það snarkaði í honum og
ilmurinn var svo góður, að vatnið rann fram í munninn á henni. En rétt hjá
bálinu var ofurlítil hola ofan í jörðina, þar bjó músamamma með heilan hóp af
ungum, og þau höfðu ekki fundið æta ögn í marga daga. Þegar mýsla fann
steikarilminn, skreiddist hún úr holu sinni til að athuga, hvernig stæði á þessum
indæla ilmi. Jafnskjótt og hún rak höfuðið upp úr holunni, kom stúlkan auga á
hana. „Hver er þú?“ spurði hún músina. „Ó, ég er aðeins músamamma, ég á
sjö lítil og hungruð börn, og við höfum ekki bragðað mat í marga daga. Agnar
lítill fleskbiti væri alveg nóg fyrir okkur." „Þú skalt fá bita,“ sagði stúlkan
hlæjandi og fleygði öllum fleskbitanum sínum til mýslu, en hún varð svo glöð,
að hún hoppaði marga hringi kringum hann, áður en hún fór að bisa við að
flytja þennan feng heim til sín.
„Kallaðu á mig, ef þú þarft á lítilli hjálp að halda,“ tísti hún um leið og hún
hvarf niður í holu sína. Stúlkan hélt nú áfram ferð sinni, glöð og ánægð. „Svona
getur þetta gengið til,“ mælti hún. „Ég lagði af stað með fullan mal, en nú er
hann galtómur og sama er að segja um magann minn. Eina bótin er, að nú
hefur klárinn minn ekki eins mikið að bera og áður.“
Eftir litla stund kom hún að stórum skógi. Lá þröngur stígur gegnum hann, en
þvert yfir stíginn hafði kónguló spunnið sér gríðarmikið net. Stúlkunni fannst
það Ijótt að eyðileggja þessa haglegu smíð, og sneri hún hesti sínum af
veginum til að finna aðra leið. En kóngulóin hugsaði með sér, að þessari góðu
stúlku skyldi hún launa þótt síðar yrði. „Þú þarft ekki annað en hugsa til mín, ef
þú þarft á hjálp minni að halda,“ heyrði stúlkan hana suða á eftir sér. „Við
höfum gert gott verk, en nú skulum við reyna að finna aðra leið,“ sagði hún við
hestinn sinn.
Síðan hélt hún áfram og komst nú bráðlega út úr skóginum. Um kvöldið kom
hún að hliði borgarinnar, þar sem kóngurinn bjó. Hliðið var sveipað dökkum
slæðum, og vörðurinn, sem gekk fram og aftur fyrir utan, var mjög alvarlegur á
svip. „Hvað er hér um að vera?“ spurði stúlkan. ,,/E, kóngurinn okkar dó
20
mmmmm^m^^^^^^mmm