Æskan - 01.01.1983, Page 33
Nýtt ár er hafið, og þá verður
manni ósjálfrátt hugsað til daganna
sem framundan eru. Nýja árið
hlýtur að vissu leyti að bera í sér
ávöxt þess, sem sáð hefur verið til
á s. I. ári. Við óskum hvert öðru
gleðilegs og góðs nýjárs og gefum
hvort öðru góð ráð, sem við auðvitað
vonumst eftir að verði nýtt - að
ráðum okkar verði gaumur gefinn.
Mér datt í hug að gefa lesendum
uppskrift að góðu salati, svona í
ársbyrjun. Salöt eru mjög vinsæl nú
á tímum, en hvort mitt verður það,
það mun tíminn leiða í Ijós. Og þá
kemur uppskriftin:
„Takið 12fullþroskaða mánuði -
gætið þess að í þeim sé enginn
kali, þykkja, sáryrði, öfund né
hatur.
Fjarlægið alla bletti sem eru af
völdum smámunasemi og sjálfbirg-
ingsháttar. í stuttu máli, gætið
þess, að þeir séu jafn hreinir og
ferskir og þeir voru, þegar þeir voru
afhentir frá birgðaskemmu tímans.
Skiptið þessum mánuðum niður í
30-31 jafn stóra hluta. Varast ber
að ganga frá hverjum skammti til-
búnum strax. Á því hafa margir
flaskað, og eyðilagt með því alla
uppskriftina. Útbúið því með
friðsamlegri ró og einbeitni 1 dag-
skammt í einu. Því næst blandið þið
þetta með bæn, hugleiðslu og góð-
er mikið notað um þessar mundir.
„Landsbyggðin" er mjög vinsælt
orð, „Ég mundi segja“ hefur heldur
látið undan síga, en nú er „Alfarið"
að koma í gagnið. „Gjörðu svo vel“,
segir fjöldi fólks, þegar viðskipta-
vinurinn þakkar fyrir sig hvort held-
ur er í síma eða annarsstaðar. Þessi
setning er nýtilkomin en breiðist ört
út, má glöggt heyra frá hvaða þjóð-
tungu þessi setning er komin.
Hvað sem öllu öðru líður, þá var
þaö ávarp eða kveðjan íslenska
sem ég ætlaði að hugleiða í þetta
sinn, þótt fleira flyti með.
Hrefna Tynes.
NÝJA
ÁRIÐ
um ásetningi - bætið við það 1
tesk. af góðlátlegu gríni, svolitlum
leik, og vel fullum bolla af góðu
skapi. Blandið þessu nú vel saman
með ástúð, hristið það með nota-
legheitum, sjóðið við mikinn hita.
Skreytið salatið með smáknipp-
um af gleði og berið það fram með
bros á vör.“
Já, þetta var nú það. Árið 1983
er hafið, og við skulum hyggja vel
að „uppskriftinni" að salatinu.
Hvernig reiknum við svo dæmið,
eða reiknum við alls ekki? látum
Margur gæti haldið fram, að
svona skrif ættu ekki heima í Æsk-
unni, en hvað er það sem æskunni
kemur ekki við? Er það ekki hún
sem nemur málið?
Margur fullorðinn maðurinn les
Æskuna og getur leiðbeint þeim
yngri ef með þarf, því aðaltilgangur-
inn með þessum línum er að vekja
athygli á þeim hættum er að tungu
okkar steðja og vera vakandi í leið-
beiningarstarfinu hvað móðurmálið
snertir.
Ég óttast að fallega kveðjan okk-
ar verði ekki endurheimt, nema við
bara skeika að sköpuðu, „etum,
drekkum og erum glöð“ - sem
sagt lifum fyrir líðandi stund - í
ábyrgðarleysi? NEI - við skulum
hjálpa hvert öðru - ungir og aldnir
takast í hendur og leysa allan vanda
með Guðs hjálp.
„Guð hefur gefið okkur lífið - við
eigum aö lifa því í hans þjónustu",
sagði merkur æskulýðsleiðtogi, lík-
lega einn sá allra merkasti - stofn-
andi skátahreyfingarinnar, Baden-
Powell.
Við hefjum jarðvist okkar lítil og
allslaus, en í lífsneista okkar eru
faldir möguleikar, þó aðstæður og
tækifæri séu mjög ólík, og ekki virð-
ast allir fá jafn stóran skammt. Það
stendur margt í Helgri Bók, m. a.
þetta: „Af þeim sem mikið er gefið,
er mikils krafist". Hver gefur og
starfar eftir sinni getu og gáfum,
þetta virðist ofur einfalt og réttlátt.
Það sem við gefum og getum verð-
ur bara að vera í þágu lífsins.
Skerfur ekkjunnar var ekki mikill,
en hann var stór af því að hún gaf
allt sem hún átti - allir þekkja þá
sögu, sem hafa lært Biblíusögur.
Við skulum vinna að salatinu okkar,
vanda til verks og fara nákvæm-
lega eftir „uppskriftinni“, þá farnast
okkur vel á nýja árinu.
Gleðilegt nýtt ár
H.T.
tökum okkur á nú þegar.
Eigum við ekki að taka höndum
saman, ungir sem aldnir, og varð-
veita „Ástkæra ylhýra málið“, með-
an við höfum tíma til og ráð á.
Getum við ekki reynt nú, við
þessi áramót, að strengja þess heit
að styðja hvert annað í málvöndun
á þessu nýbyrjaða ári, og nota ís-
lensku kveðjuna.
Verið þið blessuð og
sæl.
Vigdís Einarsdóttir
33