Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1983, Side 34

Æskan - 01.01.1983, Side 34
Margir halda að vinsældir hinna ýmsu popphljómplatna séu háðar tilvilj- unum. Það er talað um að þessi eða hin hljómplatan hafi „slegið í gegn“ á óútskýranlegan hátt. Þeir eru jafnvel til sem standa á því fastar en fótunum að Bítla-æðið, pönk-byltingin og Bubba- æðið hafi orðið af hreinni hendingu. VINSÆLDALISTAPLÖTUR Staðreyndin er sú að það er enginn vandi að gera vinsældalistaplötu. Allt sem til þarf er haldgóð þekking á mark- aðslögmálunum. Það þarf að vita hverj- ir kaupa vinsældalistaplötur, hvernig auðveldast er að ná til þessara kaupenda o. s. frv. Islenskir popparar hafa stundum lýst þvi opinberlega hvaða uppskrift þeir nota við gerð hljómplatna. Einn sagðist t. d. vinna út frá möguleikum hljóð- varpsins: Hann miðar eitt lag við músík- smekk sjómanna; annað við börn undir 12 ára aldri; þriðja lagið miðar hann við óskalög sjúklinga; það fjórða miðar hann við þáttinn „Lög unga fólksins" og svona mætti áfram telja. FORMÚLUPLÖTUR Hljómplata unnin á þennan máta er ekki listaverk þótt hún geti verið vel gerð f alla staði. Hún er einfaldlega iðnaðarvara. Góð eða vond iðnaðar- vara eftir því sem við á. Nú kann einhver að spyrja hvort allar hljómplötur séu þá ekki iðnaðarvörur. NÝBYLGJUTRÍMD fff//, og framscdoia rokkió 34

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.