Æskan - 01.01.1983, Síða 42
Suður undir Týrol en austanvert við
Bayern liggur fagurt fjallahérað og þétt-
býlt, eitt af sambandshéruðum hins
forna Austurríkis. Höfuðstaðurinn í
þessu héraði hefurtæp 40.000 íbúa, en
fjöldi ferðafólks kemur í bæinn á hverju
ári, ekki síst á vorin, því að þá fara fram
í bæ þessum hátíðaleikir með aðstoð
fremstu listamanna.
Þeir eru gerðir í minningu Mozarts.
Því að þessi bær heitir Salzburg og þar
er Wolfgang Amadeus Crysostomus
Mozart fæddur, 27. janúar 1756. Og
fallegasta torgið í Salzburg ber nafn
Mozarts og er standmynd hans á miðju
torginu. Mozart er frægasti sonurinn
sem Salzburg hefir alið, og bærinn
heldur röggsamlega uppi minningu
hans.
Faðir Mozarts var hljómsveitarstjóri
erkibiskupsins í Salzburg. Hann var á
óvitaskeiði þegar hann uppgötvaði, að
hann gat náð tón úr hlóðfæri, og þótti
þetta svo merkilegt, að faðir hans fór
að kenna honum. Þegar Mozart var
fjögurra ára var hann farinn að setja
saman lög og fimm ára var hann orðinn
læs á nótur. Sex ára var hann orðinn
svo leikinn á hljóðfæri, að faðir hans
afréð að fara með hann í ferðalag og
láta umheiminn vita hvað þetta undra-
barn gæti. Og nú hófst frægðarför
Mozarts.
Hann bar fyrst niður í Vín og lék þar
fyrir hirðina og vakti furðu keisarans
sjálfs. í París lék hann fyrir Lúðvík
fimmtánda. í London ætlaði allt af göfl-
unum að ganga. Þótti ekki einleikið um
snilld þessa barns og trúðu sumir því,
að hann hefði verið ofurseldur djöflin-
um. Páfinn veitti honum eigi að síður
áheyrn, er hann kom til Rómar. En í
Neapel töldu menn hann galdramann
og á hljómleikum hans þar hrópuðu
áheyrendur til hans að taka af sér hring
sem hann var með á hendinni, því að
þeir héldu að þetta væri galdrahringur
og mundi Mozart missa gáfuna ef hann
tæki af sér hringinn. Mozart vissi ekki
hvaðan á hann stóð veðrið en tók
hringinn af sér og lék lagið aftur, ekki
miður en í fyrra skiptið.
Úr þessari frægðarför sinni kom
hann aftur 10 ára gamall og settist nú
að í Salzburg. Hann var snillingur bæði
á píanó, fiðlu og orgel og samdi ósköp-
in öll af tónverkum.
Wolfgang Amadeus Mozart.
Fékk hann stöðu hjá erkibiskupnum
og átti sæmiiega daga, en það skipti
um er biskupaskipti urðu. Þá var Moz-
art um tvítugt. Varð hann að semja tón-
smíðar fyrir hirðina og kirkjuna en bar
ekki út býtum nema sem svarar 25
krónum á mánuði og bjó við sult þrátt
fyrir náðargáfu sína. Hann ákvað því að
taka sig upp úr fæðingarstað sínum og
freista gæfunnar annarsstaðar. Árið
1777 fór hann til Mannheim en þar var
engin staða laus handa honum. Hann
hélt hljómleika í Ágsborg, sem var mikill
auðmannabær, en einnig þar voru öll
sund lokuð. Flæktist hann bæ úr bæ
þangað til loksins að hann komst til
Vínar árið 1781. Keisarinn fól honum
að semja óperu handa söngleikhúsinu
og gerði Mozart það. Það var óperan
„Idemeneo". Fór nú að fara orð af Moz-
art sem tónskáldi, einkum óperum
hans, en lítið hagnaðist hann á þessu
sjálfur. Hann, sem allurheimurinn hafði
blasað við er hann var barn að aldri, átti
nú á manndómsárunum við sífellda
örðugleika að stríða, þrátt fyrir það að
hvert listaverkið rak annað. Verk hans
höfðu enga réttarvernd og leikhúsin
stálu þeim og græddu á þeim, en sjálf-
ur fékk hann ekkert. „Brúðkaup Fig-
aros“ vakti fögnuð um alla veröld og
„Don Giovanni" sömuleiðis og „Töfra-
flautan" bjargaði einu leikhúsinu frá
gjaldþroti. Sjálfur varð hann að hafa
ofan af fyrir sér með tímakennslu og
hafði varla málungi matar á stundum,
enda var hann enginn ráðdeildarmaður
og kona hans því síður. Er talið að
baslið hafi flýtt fyrir dauða hans. Hann
varð aðeins 35 ára, dó í Vín árið 1791
og var grafinn í fátækrakirkjugarðinum í
Vín.
Skömmu áður en hann dó kom mað-
ur til hans og bað hann um að semja
fyrir sig „Requiem". Mozart mun hafa
fundið að hann ætti sjálfur ekki langt
eftir og að þetta yrðu hans eigin útfar-
arljóð. En þetta tónverk er eigi talið
eiga sinn líka í veröldinni. Og sama er
að segja um óperur hans, sem samein-
uðu ítalska lipurð germönsku djúpsæi.
Þær halda fullu gildi enn í dag. Alls
liggja 624 tónsmíðar eftir Mozart. En
enginn veit hvar gröf hans er í fátækra-
grafreitnum í Vín. Samtíð hans fannst
ekki ástæða til að setja honum
minnisvarða.
Skrifað á stríðsárunum.
Kápumynd
Kápumynd á 1. tbl. 1983 er eftir
Birgi Engilberts og nefnir hann
verkið: Að sofna.