Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1983, Page 44

Æskan - 01.01.1983, Page 44
STUTT SAGA FLUGSINS / 1. Sagan byrjar 17. desember árið 1903. Þá flaug Orville Wright flugvélinni, sem sést á mynd 1. Hann gat haldið henni á lofti í 12 sekúndur og vegalengdin var 363 metrar. Hæð frá jörðu var u. þ. b. 6 metrar. 2. Svo var það árið 1909 að Louis Blériot flaug yfir Ermarsund á 37 mínútum. (Sjá flugvél nr. 2 á myndinni). 3. í maí 1927 flaug Charles Lindberg einsamall yfir Atlantshafið frá New York til Parísar á 331/2 klukkustund. Sú leið er yfir 6000 km. 4. Rétt fyrir síðari heimsstyrjöldina 1939 flaug „loft- ferja“ yfir Atlantshafið með 40 farþega. Þessi flug- vél hafði 4 hreyfla og gat sest á sjó. 5. No. 5 á myndinni er svo stór flugvél frá árinu 1960 - „fljúgandi virki“ - sem gat flutt um það bil 70 farþega. 6. Árið 1952 eru þoturnar að ryðja sér til rúms. Voru þær mikið fljótari í ferðum, en gömlu skrúfuflugvél- arnar. 7. Nr. 7 á myndinni er Caravelle-þota, sem flutti 80- 90 farþega, nú má segja, að hún sé úrelt orðin, svo ör er framþróunin. 8. „Júmbó" eða „Boeing 747“ er nr. 8 á myndinni. Hún er yfir 70 metrar á lengd og getur flutt allt að 490 farþega. 9. Concord-þotan, sem hér rekur lestina, getur flogið sömu leið og Lindberg fór á aðeins 21 2 3 4 5/2 klst. Það er tvöfaldur hraði hljóðsins. Farþegatala 140. 44

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.