Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1983, Side 50

Æskan - 01.01.1983, Side 50
INNILEIKIR Oft getur komið sér vel að geta gripið til innileikja, þegar t. d. veðrið er vont og börnin geta ekki leikið sér úti. Þeir eru líka skemmtilegir, en þátttakendur þurfa að vera nokkuð margir. Innileikir voru mikið stundaðir áður fyrr, en sennilega hefur dregið þó nokkuð úr þeim og þá er hætt við að þeir falli í gleymsku. Hér er lýsing á nokkrum inni- leikjum, sem mikilla vinsælda nutu í tíð pabba og mömmu, afa og ömmu. Góða skemmtun! Leikur með sérhljóða Einn leikmanna gengur um og spyr hina hvern af öðrum einnar spurningar og getur jafnframt um, að einhver tiltek- inn sérhljóði megi ekki koma fyrir í svarinu. Svarið verður að vera heil setning og ekki má á því standa, eða í því að vera hinn tiltekni sérhljóði. Sé rangt svarað, er leikurinn tapaður. Dæmi: A: Hvað hefur kötturinn marga fætur? Svar án ó. B: Þeir eru tvisvar tveir. Annað dæmi: A: Hvernig er ís- lenski fáninn litur? Svar án á. B: Eins og sjórinn, eldurinn og snjórinn. Þriðja dæmi: A: Sérðu tunglið? Svar án i. B: Ekki hér inni. Leikurinn er tapaður. Að taka inn í Hermítafélagið Það er ekkert gaman að þessum leik, ef allir kunna hann. Hópnum er skipt þannig, að þeir, sem kunna leikinn, eru í Hermítafélaginu og eru í einu her- bergi, en hinir, sem óska að ganga í félagið í öðru. Félagar Hermítafélagsins búa sig, einkum þó formaðurinn, all- skringilega eftir því sem tök eru á. For- maður gengur í viðhafnarsæti sitt og fyrsti innsækjandinn er nú látinn koma inn. Er hann leiddur fyrir formann en hann spyr hann nokkurra spurninga, sem innsækjandi svarar. En félags- menn og formaður herma eftir honum öll svörin og síðan hverja hreyfingu, sem hann gerir og hvert orð, sern hann segir. Þetta halda þeir áfram með þangað til innsækjandi segir eitthvað á þessa leið: „Þið hermið allt eftir mér!“ Þá hefur hann uppgötvað leyndardóm Hermítafélagsins og er lýstur löglegur félagi. Síðan eru hinir innsækjendurnir látnir koma inn einn og einn þar til inntökunni er lokið. Að þekkja hljóð Menn setjast í hring, en í miðjum hringnum er einn með bundið fyrir augu. Einn af þeim, sem sitja, tekur utan um báðar hendur blindingsins og rekur hann aftur á bak niður í kjöltu einhvers í hringnum. Á þá sá hinn sami að gefa frá sér eitthvert hljóð, og á því á blindingurinn að þekkja í hvers kjöltu hann hefur sest. Sá, sem þekkist þann- ig, leysir blindinginn af hólmi, en ef blindingurinn þekkir hljóðið ekki sam- stundis tekur sá, sem heldur um úlnliði hans, hann upp og rekur hann ofan í kjöltu einhvers annars og svo áfram, þangað til hann þekkir þann, sem hann sest ofan á. Læknisráðin Menn skrifa á vissan fjölda af miðum sitt sjúkdómsnafnið á hvern og brjóta það saman og leggja þá í körfu eða annað ílát. Þá eru skrifaðar eins margar ráðleggingar á aðra miða, sem síðan eru látnir í aðra körfu. Að því búnu gengur einhver sem þykist vera læknir, á milli allra og spyr þá hvað gangi að þeim. Hver fyrir sig dregur þá einn af sjúkdómsmiðunum og sýnir lækninum. Læknirinn kann strax ráð við þessum kvilla, gerir sér lítið fyrir og dregur einn af ráðleggingarmiðunum og les upp ráðlegginguna. 12. starfsár Tónskóla Fljótsdalshér- aðs hófst 23. sept. sl. í skólann innrit- uðust í haust 102 nemendur, þar af 33 í undirbúningsdeild. Er það veruleg nemendaaukning frá sl. ári. í haust hófst nýr kapituli f sögu skólans, er kennsla var hafin á strengjahljóðfæri þ. e. fiðlur og selló. Var til þess ráðinn ungur tónlistarmaður frá Bretlandi, David Knowles. Hingað til hefurskólinn eingöngu haft húsnæði í Egilsstaða- skóla en í vetur fékkst viðbótarkennslu- húsnæði í Egilsstaðakirkju. Fer þar öll kennsla á strengjahljóðfæri fram. Á síðastliðnu ári hefur verulega bæst við hljóðfærakost skólans en í sumar festi hann kaup á fiðlum og sellóum (undirstærðum) sem ætluð eru börn- um, einnig konsertflygli Yamaha. Á þá skólinn tvo flygla, píanó og þau strengjahljóðfæri sem áður er getið svo og nokkuð af blásturshljóðfærum, sem lánuð eru til nemenda er þess óska. Við Tónskóla Fljótsdalshéraðs starfa nú, auk skólastjórans Magnúsar Magn- ússonar, tveir fastráðnir kennarar og tveir stundakennarar. FRÁ TÓNSKOLA FLJÓTSDALSHÉRAÐS 50

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.