Æskan - 01.06.1986, Blaðsíða 5
5
Þær eru margar brýrnar sem
liggja yfir gjána í Lúxemborg
því sem hér tíðkast voru þeir inni í
verslunum og bönkum og biðu þolin-
móðir eftir eigendum sínum.
Að lokinni bæjarferð fórum við
heim með strætisvagni en við höfðum
skilið bílinn eftir við hótelið. Þessi
strætisvagn var svolítið sérstakur því
hann var eins og harmoníka í miðjunni
og átti auðvelt með að taka beygjur á
þessum þröngum götu. Um kvöldið
borðuðum við á glæsilegum veitinga-
stað á jarðhæð hótelsins. Síðan fórum
við upp á herbergi, þreyttar eftir
langan og viðburðaríkan dag. Þegar
þangað kom kveiktum við á sjónvarp-
inu, svona rétt til að sjá hvernig sjón-
varpið í Lúxemborg væri. Þá kom í
ljós að hægt er að ná 20 sjónvarpsrás-
um. Það var því erfitt að velja rás til að
horfa á og ennþá erfiðara að fara að
sofa. Við liðum þó loks inn í drauma-
landið og sváfum ákaflega vel þessa
fyrstu nótt okkar í Lúxemborg.
Framhald í næsta blaði.
Gamalt hlaðið virki, með miðstöð Evrópuráðs-
ins ( baksvn
^mborgar
meðan á dvöl stæði. Frá bílaleigunni
héldum við síðan til hótelsins. Það
heitir Aerogolf Sheraton, glæsilegt
hótel við hliðina á flugvellinum. Eftir
að hafa komið okkur fyrir þar fórum
við niður í bæ, skoðuðum okkur um og
versluðum. í Lúxemborg þótti okkur
gott að versla, þar er töluvert ódýrara
en hér heima og afgreiðslufólkið lið-
legt. Við vorum þó undrandi yfir að
ekki skyldu fleiri tala ensku. Það kom
þó ekki að sök og okkur tókst ágæt-
lega að gera okkur skiljanlegar.
Lúxemborg er sérlega falleg borg. Á
þessum tíma var allt í blóma og sumar-
ið svo sannarlega komið. Við sáum
þar ýmsa blómstrandi runna og tré
sem ekki eru til hér heima á íslandi.
Það er líka svo sérstakt hvernig nýi og
gamli tíminn mætast í Lúxemborg. í
elsta hluta borgarinnar eru göturnar
svo mjóar að þar er með naumindum
hægt að keyra. Göturnar eru hlaðnar
og fallegu gömlu húsin slúta yfir þær.
Á móti voru síðan nýbyggingar úr gleri
og stáli þar sem alþjóðleg samtök
höfðu aðstöðu. Okkur fannst gaman
að sjá alla fallegu hundana, þeir voru
af öllum stærðum og gerðum, og ólíkt