Æskan - 01.06.1986, Page 8
Sigurður Helgason
9
Safn til minmngar un
Ég held að mér sé óhætt að fullyrða
að öll íslensk börn þekki sögurnar um
Hans klaufa, Eldfærin, Litlu stúlkuna
með eldspíturnar og Nýju fötin keisar-
ans. En vita þau hver samdi þessar
sögur? Sá maður hefur stundum verið
kallaður „Ævintýraskáldið góða“ en
hann hét H.C. Andersen og var
danskur.
H.C. Andersen, eða Hans Christian
Andersen, fæddist í Óðinsvéum eins
og fyrr segir. Ekki er nákvæmlega vit-
að hvar í borginni skáldið fæddist en
menn hafa leitt að því líkur að það hafi
verið á heimili ömmu hans þar í borg.
Danir halda minningu H.C. Ander-
sens hátt á loft og í Óðinsvéum er safn
til minningar um þetta stórkostlega
skáld; einn þeirra manna sem vakið
hafa athygli á Danmörku. Yfirvöld í
Óðinsvéum gerðu sér ljóst hversu
merkur hann var og árið 1867 var hann
kjörinn heiðursborgari í Óðinsvéum.
Þegar hundrað ár voru liðin frá fæð-
ingu hans var þar stofnað safn til minn-
ingar um hann. Þar getur að líta ýmis-
legt til minningar um manninn og lista-
verkin sem hann skóp og urðu ódauð-
leg. Að fara í heimsókn í þetta gamla
hús er eins og að hoppa rúmlega eina
öld aftur í tímann. Þar eru myndir og
munir sem lýsa ævi og störfum H.C.
Andersens. Én hvað er þar að sjá?
í fyrsta lagi eru þarna húsgögn frá
dögum H.C. Andersens, sem talin eru
svipuð húsgögnum á heimili skáldsins,
en það bjó lengst af ævi sinnar í Kaup-
mannahöfn. Þarna eru einnig nokkrir
persónulegir munir úr eigu hans og má
þar meðal annars nefna nálapúða sem
hann saumaði á barnsaldri og gaf konu
sem búsett var í námunda við
bernskuheimili hans.
En vel á minnst — bernskuheimili.
Safnið er ekki þar sem skáldið bjó á
bernskualdri. í því húsi er hins vegar
eins konar útibú frá safninu sem dreg-
ur að marga góða gesti sem heimsækja
Minningarsafni um H.C. Andersen var valinn staður í þessu húsi í Óðinsvéum 1905. Síðar var
byggt stórt safnhús.
mu m TM
■
Óðinsvé. Það er í Munkamyllustræti
númer þrjú, þar sem faðir hans rak
skósmíðaverkstæði meðan honum ent-
ist aldur. Bernskuheimilið er skammt
frá sjálfu minningarsafninu, þannig að
hægðarleikur er að ganga þar á milli.
En áfram um minningasafnið. Þar
getur að líta margt sem minnir á
skáldið H.C. Andersen. Má þar meðal
annars nefna upprunaleg handrit a
nokkrum verkum hans, þar á me
Nýju fötum keisarans. Börn sem heirn
sækja húsið geta í sérstökum tækjul11
hlustað á snjalla leikara lesa ævintýdm
Þau sitja við þægileg borð og hlusta ^
upplesturinn svipað og hlustað er
það sem talað er við fólk í síma
Sögur H.C. Andersen hafa ve
rið
8