Æskan

Volume

Æskan - 01.06.1986, Page 14

Æskan - 01.06.1986, Page 14
Ég ætla með þessum línum að líta aðeins um öxl, til þeirra ára þegar ég fékk katta og hundasóttina. Eins og allir vita fá flest börn ein- hverntíma óstjórnlega löngun til að eignast hund eða kött. Ég held að þetta sé eðlileg löngun og að í hverri barnssál fari á vissu aldursskeiði að rumska einhver þrá til að annast og láta sér þykja vænt um einhverja litla lifandi veru. Kannski er þetta und- anfari þess sem koma skal. En hvað um það. Ég suðaði og suðaði, svona stundum, en allt kom fyrir ekki. Hinir fullorðnu fundu því allt til foráttu. Hunda væri ómögulegt að hafa því að það væri illa gert þeirra vegna að halda þá; alltaf yrði einhver að vera heima því að þeir væru eins og lítil börn sem alltaf þurfti að vera að annast. Þá kom nú röðin að köttunum. Þeir klóra sófa- settin og eru með þeim ósköpum fædd- ir að hafa meltingarfæri og eru ekki vandir að meðulum hvað þau snertir. Ég kom sem sé alltaf að óyfirstígan- legum vegg. En að vísu voru nú nokkur dýr heima. Við áttum finkur og páfagauka og fiska í búri. Fuglarnir voru mjög duglegir að fjölga sér og var oft ánægjulegt að fylgjast með þeim, sér- staklega hvernig þeir önnuðust unga sína og komu þeim á legg. Stundum kom fyrir að einhver dó og þá var hann grafinn norðan undir hús- vegg í fallegri öskju í blómabeði. Þetta voru hátíðlegar stundir og oft féllu tár. Pabbi minn var alltaf í hlutverki útfar- arstjóra. Ég held að hann hafi saknað þeirra líka. En alltaf átti ég drauminn um kött- inn. Allar vinkonur mínar áttu ketti og margar hunda eða það hélt ég að minnsta kosti. Einn daginn tilkynnti ég foreldrum mínum að ég ætlaði að koma heim með Snúlla, svona til þess að gæta hans fyrst um sinn. Ein vin- kona mín átti Snúlla en gat af einhverj- um ástæðum ekki haft hann um tíma. Eitthvað dróst nú samt að ég héld' innreið mína með Snúlla og pabbi og mamma voru sjálfsagt hætt að gera ra fyrir þátttöku hans í heimilislífinu e þau þá á annað borð hafa tekið nokk- urt mark á yfirlýsingu minni. En svo var það einn daginn að eg kom heim með hann Snúlla undir peysunni minni. Pabbi fagnaði honunj vel. Hann pabbi minn hefur svo stor hjarta. Mamma amaðist ekkert V1 honum heldur. Þó held ég að hún ha 1 átt von á að hann væri öðruvisi laginu. Annars get ég vel skih mömmurnar þegar þær setja sig upp‘j móti húsdýrum því að það mæðir vlS mest á þeim þegar þessi grey geta skammir í einhverju horninu, að tali nú ekki um teppin. Hann Snúlli minn var falleg skepna- Búkur hans var svolítið sívalur, haus inn mjókkaði fram í lítið trýni sem alltaf var síþefandi, fæturnir stuttir en gátu borið hann fljótt yfir og svo hat hann ekkert skott. En fallegi feldurin hans var tvílitur, svartur og hvítur. Þetta er svo sem ekki lýsing á ketti, eins og allir geta séð, því að han Snúlli var ekki köttur. Hann var ein staklega laglegur og vinalegur naggrlS^ Þetta voru dásamlegir dagar. Fyrs ‘ heimilið hans var pappakassi og í h°n um tveir dallar, annar fyrir vatn hinn fyrir mat. Maturinn hans var yiir leitt einhver korn og svo át hann h mikið af grænmeti sem honum þot mjög gott. Snúlli var skelfing fljotu að sóða út heimilið sitt. Hann var a* af á ferðinni og setti um vatnsdalhu . sinn og hrærði öllu saman. Ég Þu.r ,j sýknt og heilagt að vera að taka til hj honum. Það var gaman að leika við Snul ■ Stundum tók ég hann upp úr kassa um og leyfði honum að vera á gólfin ' Þá æddi hann út um allt og tók langa^ tíma að ná honum aftur því að hau var fljótur í förum. Stundum um sUlt arið, ef vel viðraði, fór ég með hann

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.