Æskan

Årgang

Æskan - 01.06.1986, Side 20

Æskan - 01.06.1986, Side 20
Eðvarð Þér í opnuviðtali „Draumadísin átti „Snemma í æskufékk ég orð á mig fyrirað veragunga. Þegar strákarn- ir voru að gera einhverprakkara- strik stóð ég mátulega langt í burtu og horfði á - sakleysið uppmálað! Ég forðaðist öll slagsmálþví ég var svo mikill friðarsinni. Á meðanfé- lagarnir léku sér í bófahasar og indíánaleik læddist ég í burtu og skellti mér í laugina.“ Snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill, segir þekkt máltæki. Sá sem mælti þessi orð heitir Eðvarð Þór Eðvarðsson, margfaldur íslandsmeist- ari í sundi og einn af bestu sund- mönnum á Norðurlöndum. Hann er í Vatnsberamerkinu, fæddur 29. janúar 1967, og má því segja að nafn hans hafi snemma tengst vatni. Eðvarð kemur til Reykjavíkur tvisv- ar í viku ásamt öðrum félögum sínum í Ytri-Njarðvík til að æfa sund í Laugar- dalslauginni. Við gripum hann glóð- volgan í einni slíkri bæjarferð og spurðum hann spjörunum úr um íþrótt sína, áhugamál og aðra hagi. Hann hélt áfram að segja okkur frá bernskudögunum: „11 ára stofnaði ég hljómsveit ásamt nokkrum vinum mínum. Ég gutlaði á gítar en komst fljótlega að því hvað ég var laglaus. Ég kunni örfá grip en ekki nóg til þess að geta leikið lag til enda. Enda fór það svo að við komumst aldrei út úr bflskúrnum. Um svipað leyti byrjaði ég að æfa sund fyrir alvöru og þar sýndi ég betri árangur en í bflskúrnum. Ég tók skjót- um framförum og sá að ég átti raun- hæfa möguleika á að bæta mörg ung- lingamet. Það hvatti mig til að gera enn betur. Sundið tók hug minn allan.“ Áhugalaus kisa Eðvarð hefur átt heima í Ytri- Njarðvík frá tveggja ára aldri. Hann á engin systkini en tók sérstaklega fram að hann ætti góða kisu. „Hún heitir Trína og hélt upp á 10 ára afmælið sitt 1. júní s.l.,“ sagði hann. „Nei, hún hefur engan áhuga á sundíþróttinni. Hún gerir lítið annað en að sofa og éta og skima eftir fuglum og músum þess á milli. Hún er svo vatnshrædd að ég er í vandræðum með að baða hana. Engin furða að hún skuli ekki mæta á sund- mótin!“ — Þú þurftir að fórna flestum tóm- stundum á unglingsárunum fyrir sund- ið. Hvarflaði það aldrei að þér að þú misstir af heilmiklu - vinirnir væru að gera eitthvað spennandi á meðan þú æfðir? „Nei, það vildi svo til að flestir vin^ mínir voru líka að æfa sund. Ég ne að þessi íþróttaáhugi hafi þroskað talsvert og aðeins orðið til sjálfstraust mitt og líklega skapger®' líka. í sundinu gildir þolinmæðin nu er eitt, tvö og þrjú. Margir gefast UP_ við sundæfingarnar; þykja þær of11 frekar. Erfitt er að stunda a r ^ íþróttagreinar samhliða ef árangur . að nást. Ef áhuginn á sundinu h£ ekki komið til á unglingsárunutn aldrei að vita í hvers konar félagss 1 maður hefði lent. . % úðað við Sundið hefur dálitla sérstöðu m við boltaíþróttirnar. Maður kepp>r sjálfan sig, berst við líkamann ^ reynir að koma honum hraðar i 11 .g sinn. Maður getur ekki spjallað N neinn á 14 km sundæfingu.“ 20

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.