Æskan

Årgang

Æskan - 01.06.1986, Side 26

Æskan - 01.06.1986, Side 26
eftir Kristínu Steinsdóttur 1. Hætta á ferðum „Gættu þín, Finnur! Þú ert að aka út af,“ hrópaði mamma. Pabbi þreif í stýrið og bíllinn kastaðist til. Dót datt yfir Jóa. Hann sat í aftur-sætinu hjá Ásu Völu stóru systur og Pésa litla bróður. „Hún er svei mér undarleg þessi vél. Hún flaug allt of lágt,“ sagði pabbi gramur. „Ég hélt að hún ætlaði að lenda á okkur. Einhver bjáni hefur setið við stýrið!!“ Jói var á leiðinni norður í Víðihlíð. Hann var með pabba, mömmu, Pésa og Ásu Völu. Víðihlíð var sumarhús sem þau áttu. Þau óku upp að hliðinu. Undarlega vélin var horfin á bak við trén í Stóra-Rjóðri. 2. Víðihlíð Næsta morgun skein sólin inn um stóra gluggann á Víðihlíð. Pabbi var að hlusta á veðrið. „Enn rignir fyrir sunnan. Það er gott að vera komin hingað norður í frí,“ sagði hann við Jóa.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.