Æskan

Volume

Æskan - 01.06.1986, Page 38

Æskan - 01.06.1986, Page 38
BÓKAKLÚBBUR ÆSKUNNAR ÚR VALSBÆKUR í BOÐI Kœru félagar bókaklúbbsins og verðandi félagar! Það gleður okkur að geta nú boðið ykkur tvœr úrvalsbœkur á afar lágu verði. Þœr eru: Eyrun á veggjunum, eftir Herdísi Egilsdóttur, Furðulegur ferðalangur, eftir Bj0rn R0nningen. Allir lesendur Æskunnar kannast við Herdísi. Hún hefur sagt sögur og kennt föndur í sjónvarpi; margar þeirra hafa verið gefnar út - þekkt- astar þeirra eru um Siggu og skessuna í fjallinu — ; leikrit eftir hana hafa ver- ið sýnd í leikhúsum hér heima og er- lendis (Vatnsberarnir í Noregi 1986) og í sjónvarpi og í þeim hafa verið ljóð og tónlist eftir hana. Herdís teiknar líka oftast myndir sem fylgja sögunum - nærtækast er að nefna smásögur hennar Strákurinn sem þorði ekki í skólann og Litla rauða ryksugan sem birtust nýlega í Æskunni. Eyrun á veggjunum var lesin í hljóð- varpi og naut mikilla vinsælda hlust- enda. Fimm ára telpa segir frá -en það sérstaka við söguna er að hún höfðar til allra aldurshópa. Jafnaldrar söguhetjunnar hafa gaman af henni - en ekki síður 8—12 ára krakkar, full- orðnir og jafnvel unglingar! Hún er svo kostuleg!! Bjprn Rpnningen er norskur verð- launahöfundur. Bækur hans hafa verið gefnar út í fjölmörgum löndum og sjónvarpsþættir eftir þeim hafa víða verið sýndir við mikla hylli. Æskan gaf út bókina Frú Pigalopp og jólapóstur- inn 1983 og fékk hún mjög góða dóma. Nokkrir sjónvarpsþættir um ævintýri Frú Pigalopp voru sýndir hér fyrir allmörgum árum en enn bíða að- dáendur hennar eftir þáttunum 24 um jólapóstburð þessarar indælu og ein- stöku konu. Sagan um Ferðalanginn furðulega, Vilhjálm Orkan, segir frá heimsókn hans til skyldmenna sinna, krakkanna Vilhjálms, Danna og Telmu og for- eldra þeirra, og ótrúlegum tiltækjum hans. Sagan er með ævintýrablæ, fjör- lega samin og fyndin. Hún nær best til krakka á aldrinum 9-13 ára en er að sjálfsögðu ekki einskorðuð við þá. Reglur bókaklúbbsins Félagar í bókaklúbbi Æskunnar fá bækur klúbbsins sendar nema þeir af- þakki þær. Afþökkunarfrestur er að þessu sinni til 10. október. Við skrifum öllum félögum bréf og minnum þá á þann frest. Afþakka má með því að senda sérstakan seðil sem fylgir bréf- inu en líka með því að hringja í síma 10248. Bækurnar berast félögum í póst- kröfu. Þeir greiða venjulegt burðar- gjald en kröfugjaldið ber klúbburinn. Nýir félagar Allir geta gerst félagar klúbbsins " með því einu að tilkynna þá ósk sína- staðfesta af foreldrum. Geta Þar nafns, heimilisfangs, fæðingardags og símanúmers. Símar klúbbsins efU 17336 og 10248; póstfang hans: Bóka klúbbur Æskunnar, pósthólf 523, D Reykjavík. Nýir félagar fá báðar bækurnar sendar nema þeir oS annars. Gerð bókanna og verð þeirra Eyrun á veggjunum er 60 blaðsíður 1 allstóru broti prýdd fjölda litmynC*a' Klúbbverð er 590 kr. Furðulegur ferðalangur er 112 blJ síður með myndum. Klúbbverð er 55 kr. 38

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.