Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1986, Síða 43

Æskan - 01.06.1986, Síða 43
Hvemig er aö eiga heima í Þorlákshöfn? ^uðjón Guðjónsson 9 ára: Mér líkar það vel. Ég hef átt hér heima frá því ég fæddist. í sumar hef e§ verið á leikjanámskeiðum. Það hef- Ur verið gaman. Við förum í íþróttir og aUs konar leiki. Ég æfi líka með 6. ^°kki í knattspyrnu. Þar leik ég stöðu uakvarðar. Við höfum keppt nokkra eiki og það hefur gengið misjafnlega. ^ristín Hafsteinsdóttir 13 ára: .8 átti heima í Kópavogi fyrstu J^uði ævinnar en flutti svo hingað. etta er alveg ágætur staður og alltaf § við að vera. Ég fékk vinnu í humri v^r 1 sumar og hafði ágætt kaup. Ætli köfum ekki verið með 73 krónur á IT|ann, mig minnir það. Vinnudagur- Var 8 tímar en fór stundum upp í 10 , a- Humarvinnan er dálítið erfið og spennandi til lengdar. í tóm- ndum hittir maður vinkonur sínar ly v'ð förum oft í sund. Við komum l|.! uálægt öðrum íþróttum. Það er « 1 ,Um sæta stráka hérna. Þeir eru fótb*r ^a^ær*s^e8rr °8 v’lja bara vera 1 Jón Þór Árnason 6 ára: Mér finnst líka ágætt að búa hérna. í sumar hef ég verið á leikjanámskeiði og einnig æft knattspyrnu. Svo leik ég mér við félaga mína. Næsta vetur fer ég í 7 ára bekk og ég hlakka til. Ég er byrjaður að læra að stafa. Anna Lísa Sandholt 13 ára: Ég hef bara átt heima hér í nokkra mánuði og kunnað mjög vel við mig. Ég átti áður heima á Selfossi en hér er betra að vera og skemmtilegri krakk- ar. Fyrr í sumar fékk ég vinnu í Glett- ingi við humar og vann þar í nokkrar vikur. Kaupið var ágætt, 3-4000 krón- ur á viku. Þetta var dálítið sóðaleg og stundum leiðinleg vinna en maður lét sig hafa það þennan stutta tíma. Fyrir peningana keypti ég mér úlpu en lét svo afganginn inn á bankabók. Ég er nefnilega að safna mér fyrir utanlands- ferð. Nei, hér eru fáir sætir strákar en ekki eru þeir betri á Selfossi. Aðal- áhugamál mín eru límmiðar og bréfa- skipti. Ragnar Friðrik Franklínsson 9 ára: Ég fæddist í Reykjavík en hef átt heima hér alla tíð. Ég starfa við að bera út Morgunblaðið og DV, hvort í sínu lagi. Ég fæ gott kaup og legg það inn á bankabók. Ég á núna 50 þúsund krónur inni á henni. Nei, ég er ekki að safna fyrir neinu sérstöku. I sumar æfi ég með B-liði 6. flokks í knattspyrnu. Við kepptum síðast á móti Selfossi og þeir unnu okkur 7-1. Ég gerði eina markið okkar en það hafði víst lítið að segja. Fríða Björk Sandholt 8 ára: Ég er systir Önnu Lísu og mér þykir líka skemmtilegra að búa hérna en á Selfossi. Ég á margar vinkonur og við leikum okkur mikið saman, hjólum og svoleiðis. Mér þykir mjög gaman að hjóla. Núna er ég í vist og gæti bróður míns. Það er alveg ágætt því að hann er þægur. Ég fæ 1000 krónur í kaup á mánuði og er ánægð með það. 43

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.