Æskan - 01.06.1986, Blaðsíða 44
Opin vika ‘86 á Blönduósi
Dagana 12.-16. maí í vor var haldin
vinnuvika í grunnskólanum á Blöndu-
ósi. Þátttakendur voru á aldrinum 6-14
ára en nemendur tveggja efstu bekkja
skólans höfðu öðrum hnöppum að
hneppa þar sem 9. bekkur var í skóla-
ferðalagi en nemendur 8. bekkjar í
starfskynningu.
Vikuna áður var skipt í hópa og var
reynt að hafa þá eins þvert á alla
bekkjaskiptingu og unnt var. Ekki
virtist það þó hafa áhrif á vinnugleði
nemenda því að allir unnu eins og
berserkir til að geta komið sem bestu
efni frá sér á sem stystum tíma.
Skipt var í hópa, svo sem teiknihóp,
fj ölmiðlahóp, hljóðfærasmíðahóp,
leiklistarhóp og skúlptúrhóp.
Mánudaginn 12. maí komu allir kl.
10 í skólann og fóru nemendur fjög-
urra hópa í vettvangsferð út í Kálfs-
hamarsvík á Skaga til að safna efni
fyrir vikuna. Hljóðfærasmiðir og
skúlptúrlistamenn leituðu að sérkenni-
legum hlutum sem hafði rekið á
fjörur, teiknarar leituðu að fyrir-
myndum að listaverkum og blaða-
menn fylgdu eftir og tóku viðtöl (með
misjöfnum árangri).
Á þriðjudegi, miðvikudegi og
fimmtudegi var unnið af fullum krafti
við að fullgera verkefnin fyrir sýning-
una á föstudeginum.
Á kennarafundi á mánudegi kom
fram sú hugmynd að nemendur gætu
komið í tauþrykksstofuna og teiknað
fjöregg á hvíta boli. Þetta fjöregg
mundi jafnframt verða verndargripur
sýningarinnar. Þessari hugmynd var
svo vel tekið af nemendum að allir
hvítir bolir seldust upp í verslunum og
fjöreggin voru farin að sjást á bláum,
röndóttum og jafnvel svörtum bolum.
Loks rann föstudagurinn upp. Sól
skein í heiði en svalur vindur blés af
hafi. Klukkan hálffjögur lagði skrúð-
ganga af stað frá skólanum og marser-
Skrúögangan kemur aö hótelinu. Fjöreggiö borið í fararbroddi (Ljósm.: Jón Sigurðsson)
aði um íbúðarhverfi bæjarins. Á með-
an var spilað undir á hljóðfæri úr raf-
magns- og hitaveiturörum, gömlum
þvottabölum, leikfangatraktorum og
fleiru. Fyrir göngunni fór formaður
leiklistarhóps á hestbaki en á eftir hon-
um kom gríðarmikið fjöregg úr plasti
og báru það tveir nemendur. Auk þess
gat að líta heilan skóg af fánum sem
nemendur tauþrykkshóps höfðu gert
og nemendur sungu hástöfum sönginn
um fjöreggið fríða, en hann hljó^ar
svo:
Glöð á góðum degi
göngum eftir vegi.
Fjöreggið fríða
ferðast má víða.
Fagnandi vorið nú fer í hönd.
Skrúðgangan endaði svo inn' a
hóteli þar sem leiklistarhópurinn va
FJÖREGGIÐ FRÍÐA
44
Nokkur listaverkanna (Ljósm.: U.A)