Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1986, Síða 52

Æskan - 01.06.1986, Síða 52
Skyndilega skelltu þau sér niður og lentu á skeri í miðju öldurótinu. Skerið var þara og þangi vaxið nema rétt á kollinum. Manni var alveg viss um að þetta væri Háasker. Þeim megin sem vissi á haf út var það eigin- lega þverhníptur klettur hið efra. Það fór ekki á kaf nema í stærstum straumi. Nokkru utar stóð annar byrðingur- inn af Ævari og veltist upp og ofan utan á skeri sem látlaust braut á . Þau fundu strax líkið af Pálma. Það flaut í skoru til hlés á klöppinni. Við getum ekkert gert fyrir hann, hrópaði Agni. Snúum okkur að þeim sem enn eru á lífi. Er Teini Iifandi? spurði Manni milli vonar og ótta. Annars hefðum við ekki getað mið- að hann út, svaraði Agni. Þeir fundu feðgana í litlu viki áveð- urs á skerinu. Þar héngu þeir utan í berginu. Sjóirnir gengu yfir þá. Þeir voru báðir lifandi, Teini þó réttara sagt aðeins með lífsmarki. Jónas hafði krækt hægri handlegg undir handar- krika honum og reyndi að halda höfði hans upp úr. Með vinstri hendi gerði hann árangurslausar tilraunir til að ná handfestu á hálum þaranum. Við lyftum Teina, sagði Eva. Þú hjálpar til, Manni, með því að óska þess. Þau voru ekki ein um þá ráðagerð að koma Teina á þurrt. Þú skalt upp, heyrðu þau að Jónas tautaði milli samanbitinna tanna. Þú skalt upp, armingi. Um leið og sjórinn svall inn í vik'A og hækkaði yfirborðið reyndi Jónas að lyfta drengnum upp á klöppina. Hann fór sjálfur á bólakaf en jafnskjótt og honum skaut upp kom Teini í fanS hans aftur. Hann náði takinu undit handarkrika drengsins og krafsaði ■ þarann. Auðséð var að enn beið hann eftir næstu öldu. Þú skalt upp, tautaði Jónas. Þú skalt upp, vesalingur. Við lyftum Teina næst þegar karlinn ýtir undir hann, sagði Agni. Þau biðu andartak. Stór brotsjór var á Ieiðinni. f næstu andrá fyllti hann vikið. Um leið reyndi Jónas af öllu afli að þeyta Teina upp á skerið. Bara að hann komist upp, hugsað' Manni aftur og aftur. Ég óska þess af öllum kröftum, ég óska þess af Iífi og sál. Jónas færðist í kaf en Agni og Eva höfðu gott hald á Teina. Þeim tókst með erfiðismunum að bera hann stutt- an spöl upp eftir skerinu. Hærra, hærra, hrópaði Manni, Það er aðfall og sjórinn nær honum hérna- Við skulum fyrst huga að Jónasi, sagði Agni, hann fer að gefast upp- ^ hann reynist ekki þungur eigum við krafta eftir til að flytja Teina lengra upp á skerið. Þau sneru sér að Jónasi. Um leið o£ honum skaut upp þreif útsogið hann með sér og fleytti honum utan í kleú ana. Þar náði hann taki á ógróinn' steinnibbu og gat stöðvað sig. Höfnð hans hafði slengst utan í grjótið °g blóðið lagaði niður eftir andlitinu- 52

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.