Æskan

Årgang

Æskan - 01.06.1986, Side 53

Æskan - 01.06.1986, Side 53
. Eg kom honum upp, tautaði hann, e§ kom honum upp, Guði sé lof. Nú hlýtur hann að léttast, kallaði ^gni. Um leið náðu þau taki á Jónasi. j'anni styrkti þau með hugsun sinni a hvað af tók. Þegar næsta alda fyllti ''kið munaði minnstu að þau hefðu Pa° af að lyfta honum upp úr særót- ltlu- Hn útsogið bar of fljótt að og þau Urbu að láta hann síga. Hann er léttari en ég bjóst við, sagði tva. Manni hugsaði með sér að það hlyti a vera af því að Jónas hefði bjargað eina á þurrt - og þakkað Guði. Við bíðum eftir næstu öldu, sagði §n>- Þá náum við honum. En lagið var óvenju lengi. ^ónas hafði aftur náð í nibbuna. Það ),ar auðsýnilega mikið af honum dregið. tók Manni eftir því að skugga brá k 'r andlit systkinanna. Nú fór í verra, sagði Agni. Nvað er að? spurði Manni. Neyrirðu ekki í honum? ^anni lagði við hlustirnar. k“essir andskotans angurgapar, njdraði Jónas, þeir ættu að betla e’ra og oftar til að liggja svo á melt- p ni allar nætur ef gerir tíkargjólu. ari hún bölvuð, öll björgunarsveitin ln^ °g hún leggur sig. |aann skyrpti sjónum út úr sér. H^ítis læti eru þetta, tautaði hann j ntaeltur, maður má ekki opna kjaft- . að þú fyllir hann ekki á auga- bragði. Nann hóf sig upp og hrópaði: u drepur mig kannski en þú bugar , § ekki. Nú er drengurinn kominn á ^ rrt og þú rétt ræður hvort þú lætur ann krókna, fjandinn þinn. . au vissu ekki hvern hann ávarpaði a Þen Mínir kraftar eru líka á þrotum, sagði Agni. Eitt átak enn, svo þurfum við að fara og sofna. Manni sá svart. Björgum Teina fyrst, hrópaði hann. Flytjum hann ofar. Þau hristu höfuðið. í svipinn er Jónas í meiri lífshættu, sagði Eva. Við eigum mikið í húfi því við missum flugið ef við látum það ekkiráða. Ef karlinn er mjög þungur fer hann með alla krafta okkar, sagði Agni. Þá verður þú, Manni, að vakna og fá björgunarsveitina til að flýta sér hing- að og ná í Teina. Það er hann Héðinn í Viðvík, hugs- aði Manni, hann er fyrir björgunar- sveitinni ennþá. Eða? Jú, ég held það. Fínn kall. Þau litu upp og sáu næsta brotsjó koma æðandi og fylla vikið. Systkinin náðu taki á Jónasi. Þau rembdust og blánuðu í framan af áreynslu. Manni þröngvaði sér til að hjálpa þeim í huganum. En þau bifuðu honum ekki. Hann sökk í höndunum á þeim. Það var eins og hundrað blýlóð hefðu verið hengd utan á hann. Ólöf hafði byrgt andlitið í höndum sér og dottað. Hún hrökk upp við fótatak. í næstu andrá kom Manni í hendingskasti ofan stigann. Teini er lifandi. Hann er uppi á Háaskeri. Hringdu í hann Héðin. Hún starði á hann og hugsaði með sér að þetta gæti hann ekki vitað. Þess vegna hikaði hún. Mamma hringdu strax í hann Héð- in. Er hann ekki formaður björgunar- sveitarinnar? Jú, af hverju heldurðu að Teini sé uppi á Háaskeri? Eg sá það. Ég var suður frá. Hann drukknar ef þeir ná ekki strax í hann. Manni, sagði Ólöf rólega. Þú svafst. Þú hefur ekki farið út fyrir dyr í nótt. Þú skilur þetta ekki, mamma. Við Agni og Eva...æ, ég skal. Hann gekk að símanum og hringdi út að Viðvík. Héðinn hafði vakað eins og aðrir í þorpinu. Þetta er hann Manni, sagði drengur- inn. Ég held að Ævar hafi strandað suður á söndum. Teini er ennþá lif- andi. Hann er uppi á Háaskeri. Mér þykir þú fullyrða nokkuð mik- ið, drengur minn, ansaði Héðinn. Hvernig veistu þetta? Ég var suður frá. í þessu veðri? Suður á söndum? Ekki kannski eins og þú heldur. En þið verðið að flýta ykkur, annars drukknar hann. Farðu að sofa, Manni minn, sagði Héðinn. Við erum að leggja af stað suður á Hamar. Ef Ævar er ekki sokk- inn hlýtur hann að bera þangað undan veðrinu. En ég sá hann, ég sá hann, hrópaði Manni. Hann Teini..... Héðinn hafði lagt á. Manni sneri sér við með áhaldið í höndunum. Svo fleygði hann því í gólfið og hljóp upp til sín. nan veg. § er að verða uppgefin, hvíslaði a- Við skulum vona að sjórinn lyfti vei undir karlinn.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.