Æskan

Volume

Æskan - 05.10.1987, Page 9

Æskan - 05.10.1987, Page 9
eftir Iðunni Steinsdóttur »Er fjalliö ennþá a bak við þokuna eða datt það allt niður?“ spurði Heiða. Mamma brosti. »t*að datt ekki niður en það fékk sár Sem þarf að græða. Þegar vorið kemur aftur skulum við sá fræi í sárið. gróa aftur grös og blóm 1 fallega fjallinu okkar.“ ^ffir heyrðu í bíl úti á veginum. Pabbi var kominn. En nú var illt í efni. Skriðan var svo djúp og blaut að þær komust ekki yfir hana. >5Bíðið þið rólegar. Ég kem og hjálpa ykkur,“ ^ullaði pabbi. Hann sótti stóru vöðlurnar sínar í skottið á bflnum. Svo óð hann yfir skriðuna. Hann faðmaði mömmu °g Heiðu meö tárin í augunum. Svo bar hann Heiðu litlu °g allar brúðurnar yfir í bflinn. Og á eftir sótti hann mömmu. í*au óku heim til ömmu °g þar lék Heiða sér nllan daginn. ^egar veðrið batnaði °g búið var að hreinsa ntestu leðjuna af veginum fóru þau aftur heim. Heiða horfði upp í fjallið. Sárið eftir skriðuna var ósköp ljótt. „Það verður gaman í vor, þegar við mamma förum að græða fjallið. í>á verður það aftur grænt og fallegt og við getum leikið ókkur í hlíðinni,“ sagði hún við brúðurnar. Brúðurnar brostu allar og Lísa varð svo glöð að hún var næstum búin að pissa á sig.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.