Æskan

Volume

Æskan - 05.10.1987, Page 11

Æskan - 05.10.1987, Page 11
brandara.. Valgeir Guðjónsson ^önnum. Sumar á Sýrlandi kom út síðla j^niars en Spilverkið, samnefnd plata 'jómsveitarinnar, kom út um haustið. Pilverkið setti síðar m.a. upp söngleikinn r®njaxla í Þjóðleikshúsinu og sýndi hann 'íða um land. Hljómsveitin starfaði í 3-4 ár °8 gaf út 6 plötur. Auðvelt að verða þekktur Eg spyr Valgeir næst hvort hann hafi ekki 'erið hippi? "Nei, ekki get ég sagt það þó að hárið Uafi fengið að vaxa niður fyrir eyru. Fáir ís- enskir hippar lifðu í takt við hugsjón hippa- byltingarinnar. fslenskt veðurfar er ekki heldur hentugt fyrir hippa. Hér voru þeir allir í úlpum. Margir líta á orðið „hippi“ spaugilegum augum nú á dögum — en svo var nú samt ekki úti í hinum stóra heimi á þessum árum. Fjölmennustu mótmæla- göngur sem farnar hafa verið í Bandaríkj- unum og víðar voru í nafni hippamenning- ar. — Ég var 18 ára hippasumarið 1970. Þá var ég á sfldveiðum í Norðursjó. Þegar ég kom til baka þótti mér margir vinir mínir vera orðnir ansi framsæknir í hugsun og háttum.“ Eftir stúdentspróf í MH hélt Valgeir utan til náms. Hann dvaldist 3 ár í Noregi og lauk námi í félagsráðgjöf. Á meðan stofnuðu fé- lagar hans Þursaflokkinn hér heima en auk Valgeirs var Jakob fjarri góðu gamni. Sá síðarnefndi átti þá heima í Bandaríkjunum. Þegar Valgeir kom aftur heim var hann ráð- inn forstöðumaður Ársels, nýrrar félags- miðstöðvar í Árbæ. „Það var að mörgu leyti ánægjulegt og gef- andi starf,“ segir hann þegar hann rifjar upp þann tíma. „Unglingar eru líka áhugaverð- ur hópur, hreinskiptnir og lausir við form- legheit fullorðna fólksins. Eftir að ég hætti í Árseli fyrir 5 árum hef ég ekki haft neitt fast starf. Ég hef lifað af tónlistinni eingöngu." Síminn hringir oftar en einu sinni á með- an viðtalið fer fram. Kannski ekki furða því að maðurinn er frægur! Meðal annarra hringir Júgóslavi sem staddur er á Skaga- strönd og hreifst svo mjög af laginu Hægt og hljótt að hann biður um að fá að hitta Val- geir að máli þegar hann kemur til Reykja- víkur eftir nokkra daga. Valgeir tekur því vel og býður honum að hringja aftur. Stuðmenn eru ekki við eina fjölina felld- ir. Þeir hafa m.a staðið að kvikmyndagerð. Fyrsta verk þeirra, Með allt á hreinu, sló öll aðsóknarmet hérlendis, — 120 þúsund manns sáu myndina, margir oftar en einu sinni. „Nei, okkuróraði aldrei fyrir því að fá þá góðu aðsókn sem raun varð,“ segir Valgeir. „íslenskar myndir voru að vísu vel sóttar á þessum tíma en sjálfsagt hefur það aukið hróður myndarinnar að hún var skemmti- leg og farið var með mörg vinsæl lög í henni af samnefndri plötu.“ Önnur mynd Stuðmanna heitir Hvítir mávar. Hún var ekki eins vel sótt og fyrri myndin. Ég spyr hvort þeir hafi gert sér vonir um jafngóða aðsókn að henni. „Nei, við vissum að erfitt yrði að ná því marki en því verður ekki neitað að við bjuggumst við og vonuðumst eftir fleiri áhorfendum en raun varð.“ — Hvernig geturðu skýrt þennan mun? „Það eru margar skýringar. Það dró úr aðsókn að íslenskum myndum á þessum tíma og svo var mvndbandaæðið í algleym- ingi. Fólkið fékk nægju sína af glápi í heimahúsum og hefur kannski hugsað sem svo að ekki yrði ekki langt í að hægt væri að 11

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.