Æskan

Árgangur

Æskan - 05.10.1987, Blaðsíða 11

Æskan - 05.10.1987, Blaðsíða 11
brandara.. Valgeir Guðjónsson ^önnum. Sumar á Sýrlandi kom út síðla j^niars en Spilverkið, samnefnd plata 'jómsveitarinnar, kom út um haustið. Pilverkið setti síðar m.a. upp söngleikinn r®njaxla í Þjóðleikshúsinu og sýndi hann 'íða um land. Hljómsveitin starfaði í 3-4 ár °8 gaf út 6 plötur. Auðvelt að verða þekktur Eg spyr Valgeir næst hvort hann hafi ekki 'erið hippi? "Nei, ekki get ég sagt það þó að hárið Uafi fengið að vaxa niður fyrir eyru. Fáir ís- enskir hippar lifðu í takt við hugsjón hippa- byltingarinnar. fslenskt veðurfar er ekki heldur hentugt fyrir hippa. Hér voru þeir allir í úlpum. Margir líta á orðið „hippi“ spaugilegum augum nú á dögum — en svo var nú samt ekki úti í hinum stóra heimi á þessum árum. Fjölmennustu mótmæla- göngur sem farnar hafa verið í Bandaríkj- unum og víðar voru í nafni hippamenning- ar. — Ég var 18 ára hippasumarið 1970. Þá var ég á sfldveiðum í Norðursjó. Þegar ég kom til baka þótti mér margir vinir mínir vera orðnir ansi framsæknir í hugsun og háttum.“ Eftir stúdentspróf í MH hélt Valgeir utan til náms. Hann dvaldist 3 ár í Noregi og lauk námi í félagsráðgjöf. Á meðan stofnuðu fé- lagar hans Þursaflokkinn hér heima en auk Valgeirs var Jakob fjarri góðu gamni. Sá síðarnefndi átti þá heima í Bandaríkjunum. Þegar Valgeir kom aftur heim var hann ráð- inn forstöðumaður Ársels, nýrrar félags- miðstöðvar í Árbæ. „Það var að mörgu leyti ánægjulegt og gef- andi starf,“ segir hann þegar hann rifjar upp þann tíma. „Unglingar eru líka áhugaverð- ur hópur, hreinskiptnir og lausir við form- legheit fullorðna fólksins. Eftir að ég hætti í Árseli fyrir 5 árum hef ég ekki haft neitt fast starf. Ég hef lifað af tónlistinni eingöngu." Síminn hringir oftar en einu sinni á með- an viðtalið fer fram. Kannski ekki furða því að maðurinn er frægur! Meðal annarra hringir Júgóslavi sem staddur er á Skaga- strönd og hreifst svo mjög af laginu Hægt og hljótt að hann biður um að fá að hitta Val- geir að máli þegar hann kemur til Reykja- víkur eftir nokkra daga. Valgeir tekur því vel og býður honum að hringja aftur. Stuðmenn eru ekki við eina fjölina felld- ir. Þeir hafa m.a staðið að kvikmyndagerð. Fyrsta verk þeirra, Með allt á hreinu, sló öll aðsóknarmet hérlendis, — 120 þúsund manns sáu myndina, margir oftar en einu sinni. „Nei, okkuróraði aldrei fyrir því að fá þá góðu aðsókn sem raun varð,“ segir Valgeir. „íslenskar myndir voru að vísu vel sóttar á þessum tíma en sjálfsagt hefur það aukið hróður myndarinnar að hún var skemmti- leg og farið var með mörg vinsæl lög í henni af samnefndri plötu.“ Önnur mynd Stuðmanna heitir Hvítir mávar. Hún var ekki eins vel sótt og fyrri myndin. Ég spyr hvort þeir hafi gert sér vonir um jafngóða aðsókn að henni. „Nei, við vissum að erfitt yrði að ná því marki en því verður ekki neitað að við bjuggumst við og vonuðumst eftir fleiri áhorfendum en raun varð.“ — Hvernig geturðu skýrt þennan mun? „Það eru margar skýringar. Það dró úr aðsókn að íslenskum myndum á þessum tíma og svo var mvndbandaæðið í algleym- ingi. Fólkið fékk nægju sína af glápi í heimahúsum og hefur kannski hugsað sem svo að ekki yrði ekki langt í að hægt væri að 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.