Æskan

Volume

Æskan - 05.10.1987, Page 13

Æskan - 05.10.1987, Page 13
S , n°kkrum orðum á söngvakeppni i 'r°Pskra sjónvarpsstöðva — þó að ég ótt- 30 hann sé orðinn hundleiður á að tala ,m nana- Var hann ánægður með að lenda í io. sæti? >,Það má segja að ég hafi náð takmarki >nu um að komast sæti ofar í keppninni en sendingar höfðu lent í árið áður því að J ðum, sem tóku þátt íkeppninni, fjölgaði Urn þrjár.“ Var eitthvað sem kom þér á óvart við Pessa keppni? ••Nei, ekki get ég sagt það. Annríkið var . kannski meira en ég átti von á. Huga hy *'.a^ m'Hjón atriðum og ég veit ekki 'ernig ég hefði komist í gegnum keppnina v *0na mín hefði ekki aðstoðað mig. Það ar svo miklu meira í kringum þetta en 3 'nútna sjónvarpsútsending, s.s. blaða- mannafundir, veislur og að gæta þess ávallt vera landi sínu og þjóð til sóma.“ I algeir segir að sér finnist heldur fárán- egt þegar tónlistarmenn keppa í tónsmíð- Um- ^únlistin sé óhlutlæg. Hægt er að mæla St'rk hennar, lengd, hávaða og hún höfðar 1 ólíkra heilastöðva og tilfinninga. í S°ngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er ekki örvað til nýsköpunar. Menn kepp- ast um að flytja lög eftir fyrirframgerðri for- mu[u- „Það er hallærislega að þessu stað- 1 ■ bætir hann við. , Áttirðu von á að lagið myndi sigra erna heima? ••Nei. Ég sendi það inn á síðustu stundu °g það var alls ekki í aðlaðandi búningi. Ég . úsattaðsegjaekkivonáþvíaðþaðkæm- Ist í úrslit.“ " Þú ert ekki hrifinn af keppninni. Af verju sendirðu þá inn lag? „Það kom mest til af því að ég er í stjórn Félags tónskálda og textahöfunda og vildi sýna viðleitni og vera með.“ — Hvernig tilfinning var það fyrir þig að hafa augu 500 milljóna manna á þér í sjón- varpinu? „Hún var ekkert öðruvísi en þegar maður var í Sjónvarpinu hér heima. Það er óveru- legur munur á því að skemmta 200 þúsund manns eða 500 milljónum. Mér varð það ekki ofraun að brosa framan í liðið í þær ör- fáu sekúndur sem ég var á skjánum." — Verðlaunaféð fór allt í undirbúning keppninnar ytra. Hvað skilur þetta þá eftir? „Hægt og hljótt hefur verið gefið út í mörgum löndum og ég hef fengið góða kynningu sem tónlistarmaður. Þegar frá líður gleymir maður öllu amstrinu sem fylgdi þessu og lítur á þátttöku sína sem skemmtilega reynslu." Síminn slítur enn einu sinni samtal okkar og nú er verið að minna Valgeir á fund sem hann lofaði að koma á hjá útvarpsstöð eftir nokkrar mínútur. Ekki vil ég hafa hann af honum svo að ég bið hann að síðustu að segja mér í örstuttu máli frá Kínaferð hljómsveitarinnar Strax. „ Við fórum ferðina í fyrravor," segir Val- geir. „Hún var mjög skemmtileg í alla staði og verður mér lengi í minni. Kína er stór- kostlegt land og Kínverjar eru frábær þjóð. Það var mikil upplifun fyrir mig að koma i þjóðfélag sem er verulega ólíkt vestrænum heimi. Fjórðungur jarðarbúa á heima í Kína. Eitt stórkostlegasta afrek mannkyns- sögunnar er að þarna skuli vera hægt að halda þjóðfélagi saman. Strax er önnur vestræna hljómsveitin sem skemmtir í Kína. Hin var dúettinn Wham, ef hljómsveit skyldi kalla en við skulum gefa okkur að þeir hafi verið með hljóð- færaleikara með sér. Wham hélt tónleika í tveim borgum en við fórum til sjö borga. Kínvetjar eru skemmtilegir og þakklátir áheyrendur og fylltu alltaf salina." — Fenguð þið greitt mikið fyrir hljóm- leikana? „Ekki krónu! Við kostuðum sjálf ferðina til og frá Kína — en hvað við höfum upp úr þessu á endanum er ómögulegt að segja. Ferðalagið var liður í því að vinna tónlist okkar brautargengi erlendis. Tíminn verð- ur að leiða í ljós hvað við græðum annað á þessu en mikla og ánægjulega lífsreynslu," segir Valgeir Guðjónsson að lokum. Síðan er farið í loftköstum út úr húsinu. Hann ætlar ekki að verða alltof seinn á fundinn. Rauði Saabinn er horfinn í hring- iðu umferðarinnar eftir nokkrar sekúndur en ljósið skín enn skært á luktinni fyrir ofan dyr tónlistarmannsins. Texti: Eðvarð Ingólfsson Myndir: Heimir Óskarsson 13

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.