Æskan

Árgangur

Æskan - 05.10.1987, Blaðsíða 21

Æskan - 05.10.1987, Blaðsíða 21
eftir Eðvarð Ingólfsson ^jálfraddaður en vonar að hún heyri Pað ekki. . ^ún virðir hann fyrir sér stutta stund e'ns 0g hún sé undrandi. " Gaman að sjá þig! segir hún svo °§ bros færist yfir andlit hennar. Hún ®ndur á fætur. Ég hefði sennilega e ki þekkt þig að fyrra bragði. Mynd- 'n’ sem þú sendir mér, var ekki ný. Er pað nokkuð? ^onandi hefur hún ekki orðið fyrir V°nbrigðum. Nei, hún var tekin í fyrra. Ég átti aðra. Hann stingur lófunum vand- r$ðalega í vasana. ^ún horfir beint í augu honum. . Mér finnst núna að ég hafi séð þig anorfendahópnum þegar ég keppti á nióti ÍA. Hún man þá eftir honum! Það er §óðs viti. ~~ Það getur passað. Ég sá báða 'e>kina. Stutt þögn. — Varstu búin að bíða lengi? spyr hann til að segja eitthvað. — Nei, svona fimm mínútur. Þú ert mjög stundvís. Aftur þögn. Þau horfa vandræðalega í kringum sig. Hvorugt þeirra veit hvað á að segja. Allar setningarnar, sem hann var búinn að semja á Akraborg- inni til að halda uppi líflegum samræð- um, eru týndar. Það er ómögulegt að vita hvert þær hafa flogið. Hún verður fyrri til að rjúfa þögnina. — Eigum við ekki að flýta okkur í bíó? spyr hún og lítur á úrið sitt. Mynd- in hefst eftir tíu mínútur. Við megum hafa hraðan á ef við ætlum að ná í góð sæti. Hann er feginn að hún nefnir þetta. Þau þurfa þá ekki að standa lengur eins og styttur á miðju torgi. Litlu seinna eru þau búin að planta sér í sæti á besta stað í Bíóhúsinu. Smátt og smátt liðkast um málbeinin og feimnin hverfur. Þau ræða um heima og geima, áhugamál sín og nokkra frá- bæra krakka sem þau þekkja á meðan þau bíða eftir að sýningin hefjist. Svo eru ljósin slökkt og þá er bannað að tala þó að hann langi til að halda því áfram af því að þau voru komin á svo gott skrið. Svenni á dálítið erfitt með að ein- beita sér að myndinni því að hann er alltaf að hugsa um Agnesi. Hver hefði trúað því fyrir tveim mánuðum að þau ættu eftir að fara saman í bíó? Er þetta tilviljun ein eða ætlaði forsjónin þeim að hittast? Honum finnst ótrúlegt að hann skuli sitja þama við hliðina á henni. í hléinu kaupa þau sér kók og popp og halda áfram að spjalla. Hann getur ekki annað merkt en hún kunni vel við hann. Hún er glaðlynd og brosmild og hann reynir líka að vera hress. Eftir bíóið ganga þau niður að Tjörn. Þar er margt ungt og gamalt fólk að gefa öndunum. Þau setjast á bekk við Iðnó og láta fara vel um sig. Það kjaftar á þeim hver tuskan. Svo byrjar Agnes að líta á klukkuna. Hún þarf að mæta á æfingu eftir hálftíma, segist vera tutt- ugu mínútur á leiðinni. — Ég get því miður ekki sleppt henni þó að ég fegin vildi vegna þess að það á að velja í liðið fyrir morgundag- inn. Ég var búinn að nefna það við þig í símanum, segir hún afsakandi — líkt og hún taki nærri sér að þurfa að þjóta burtu. Þau ganga í átt að næstu strætóstöð. — Heyrðu, segir hann hikandi þeg- ar þau eru komin inn í biðskýlið. Þau eru þar ein. Hann er að leita að bestu orðunum. Viltu að við hittumst aftur síðar? Hann þorir ekki einu sinni að líta upp til hennar. Hún horfir forviða á hann — eins og hún skilji ekki í honum að vera að nefna þetta. — Alveg endilega! segir hún og meinar það áreiðanlega. Ég kann svo vel við þig. Ég vildi að við gætum spjall- að meira saman og kannski farið inn á veitingahús og fengið okkur kók og ís. . Hvenær heldurðu að þú komir aft- ur í bæinn? Hann er þá ekki alveg glataður! — Fljótlega, svarar hann án þess að hugsa sig frekar um. Vinur minn, sem á heima hérna, á afmæli eftir hálfan mán- uð og hefur boðið mér í veislu. Leið 13 rennur að, vagninn sem hún bíður eftir. — Þú verður að hafa samband, segir Agnes sannfærandi. Ég verð reið ef þú gerir það ekki. Lofarðu því? Það bregður fyrir ljóma í augunum. Svenni kinkar kolli. — Það bregst örugglega ekki, vertu viss. Svo blimskakkar hún augunum og brosir til hans um leið og hún stígur upp í vagninn. — Takk fyrir bíóferðina, segir hún. Ég hlakka til að sjá þig aftur. — Sömuleiðis, segir hann og veifar brosandi til hennar. Svona rænir vagninn stelpunni hans og þýtur með hana inn í bflaþyrping- una. Svenni stendur eftir hreyfingarlaus — harðánægður með daginn. Hann er strax byrjaður að hugsa um næstu bæj- arferð. Hvað hann hlakkar mikið til að hitta hana aftur! Seinni hluti birtist í jólablaðinu. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.