Æskan

Árgangur

Æskan - 05.10.1987, Blaðsíða 24

Æskan - 05.10.1987, Blaðsíða 24
HANNA CG SÓTA Það var sólheitur síðsumardagur; fólkið var að leggja af stað á engj- arnar til þess að binda heyið sem lá í görðum. Nú varð að láta hendur standa fram úr ermum því að of mikil áhætta var að láta útþurrt hey- ið liggja svo til flatt aðra nóttina til. Hanna litla horfði á eftir fólkinu þar sem það gekk engjagötuna með hrífurnar sínar um öxl, léttklætt og glaðvært. Hún stóð sunnan undir bæjarveggnum. Það var hlaðinn veggur úr steinum og sniddu, falleg- ur veggur. Burnirótin teygði sig í stórum brúskum fram á milli stein- anna, gular og rauðar mosaskófir breiddu úr sér á gráum steinunum. Þessi veggur var fullur af lífi. Hunangsflugurnar áttu þar bú; þær áttu annríkt í dag, suðuðu og flugu í sífellu í fíflabreiðuna frammi í hlaðvarpanum og síðan að veggn- um og inn í einhverja holuna á milli steinanna. Þær áttu líka bú í hest- húsveggnum. Þar grófu Hanna og frændi hennar einu sinni upp eina holuna og þau fundu búið flugn- anna, dálitla býköku. Hún var falleg, öll hólfuð sundur, margar, margar pínulitlar vaxkrúsir fullar af hunangi. Þvílíkt sælgæti! Það kom ennþá vatn í munninn á Hönnu þeg- ar hún hugsaði til þess en vesalings flugurnar flugu og suðuðu í kring um þau. Hanna sagði frá þessu þegar þau komu heim. Pabbi varð alvarlegur á svipinn og sagði: „Þetta megið þið aldrei gera aft- ur. Þið sáuð búið flugnanna. Hvað haldið þið að þær hafi verið lengi að byggja þetta? Hugsið ykkur ef tröll hefðu komið og rifið bæinn okkar. Flugunum hefur fundist þið vera vond tröll.“ Hanna gerði þetta aldrei aftur, hún vildi ekki vera vont tröll. Lítil telpuhnáta, átta ára, hafði líka sínu starfi að gegna á slíkum annadegi sem nú fór í hönd. Hún átti að sækja hestana og síðan að teyma þá undir böggum af engjun- um heim að hlöðu, hleypa niður og fara svo með hestana aftur út á engjar til þess að sækja næstu ferð en þá leiðina mátti hún sitja á ein- hverjum þeirra. Sóta gamla varð alltaf fyrir val- inu. Hún var róleg og gætti þess knap' jafnan að haga sér eftir getu ans. Sóta var líka sjálfkjörin foring1 hestanna. Ef erfitt var að ná e'n hverjum þeirra þurfti ekki annað en beisla Sótu og teyma hana þá fyl® hinir á eftir og það var alltaf auð'e að ná henni. Sarnan. Hann flýtti sér þá í burtu og Var sárhrygg yfir ógætni sinni. ffún trúði pabba sínum fyrir Þessu. Hann sagði að hún mætti aldrei skipta sér af litlu dýrunum. 0 -í'.-í V, •nna þeirra og líf færi eftir eftir Pabbi kallaði til Hönnu litlu’ „Sæktu hestana, Hanna muu meðan ég tek til reipin og klyft>er iferða a ana; svo verðum við samt engið.“ Hanna hljóp inn í bæ til sinnar til þess að fá brauðbita han hestunum; þávarbetra aðnáþellTI' Hún skokkaði út fyrir túnið- ?ar voru hestarnir á beit. Nú mátti huU ekki vera að því að hyggj3 a köngulónum sem bjuggu í lyngPu unum. Það fannst henni samt galTl' an. Þær roguðust með ungana sína 1 poka á bakinu. Einu sinni haf^1 Hanna sprengt pokann á bakinu ‘ út stórri könguló með puntstrái og úr pokanum skriðu svolitlir ljós rauðir hnoðrar, ósjálfbjarga °~ aumingjalegir. Köngulóin byrjaðl strax að basla við að safna ÞelUl föstum venjum eins og hjá mönnun- Um þó að á annan hátt væri. Pabbi Sagði að köngulóin mundi hafa búið öl nýjan poka handa börnunum sín- Um eu það hefði kostað hana mikla v>nnu og svo hefði hún ef til vill ekki fundið alla ungana og þá hefðu þeir ^repist. Þess vegna væri þetta °happaverk sem ekki mætti endur- taka. Eftir þetta gætti Hanna sín vel að §era ekki vísvitandi á hluta þeirra htlu lífvera sem byggðu úthagann. f lyngþúfum og undir steinum hjnggu fleiri en köngulærnar. Þar v°ru járnsmiðir, gullsmiðir, alls honar flugur, fiðrildi og ormar og SV0 mýsnar. Hanna var hálfhrædd við mýs en gaman var að sjá hvernig söfnuðu til vetrarins. Víða mátti sjá holumunna þar sem miðl- mgar lágu í hrúgum úti fyrir. Minn- u8 óhappsins með köngulóna og J^unangsflugurnar stóðst Hanna þá freistingu að grafa upp holu til þess að sjá hvernig væri umhorfs í híbýl- um mýslu. Hanna hljóp, stökk þúfu af þúfu og sveiflaði beislunum í kring um sig. Hún átti að flýta sér en það var nú alltaf svo gott að ná Sótu og hest- arnir gætu varla verið langt undan. Það hlaut að vera allt í lagi að tylla sér aðeins og blása mæðinni. Hanna settist á þúfu; fluga flögraði fram og aftur í skorningnum við rætur þúf- unnar. „Hvað ertu að álpast þarna,“ tautaði Hanna. „Sérðu ekki að óvinur þinn situr þarna og bíður eft- ir því að hremma þig.“ En flugan sá ekki hættuna. Hanna henti í hana laufblaði til að fæla hana frá en það var of seint. Flugan lét freistast af ilminum frá lyfjagrasinu sem óx í skorningnum svo sakleysislegt með bláa, fallega blómið sitt á grönnum, háum legg og ljósgrænu blöðin sem breiddu úr sér niður við jörð. Flugan settist á eitt græna blaðið og þá var ekki að sökum að spyrja. Límkenndur vökvi blaðsins lamaði fluguna og Hanna horfði á það sem hún hafði að vísu oft séð áður en fannst alltaf jafnmikið undur. Blað- ið hreyfðist. Það lyfti jöðrunum og lagðist saman, vafði sig utan um bráðina. Hanna vissi hvað gerðist. Blómið át fluguna; síðan breiddi það út blaðið á ný og beið eftir næstu veiði. Framhald í næsta blaði ■ aftlr lAhönnil Rtfilnarímsdótti 24 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.