Æskan

Årgang

Æskan - 05.10.1987, Side 43

Æskan - 05.10.1987, Side 43
EFTIR NEMENDUR í HÚSABAKKASKÚLA X™ >ftqUi r. ‘3>Lí VII. KAFLI ^veinn Kiartan Sveinsson tekur viö; Skriðan í Skuggadal? Ég mundi að 'egurinn átti að liggja meðfram henni á afla. Meðan ég var að hugsa um þetta §ekk ég að glugganum og leit út. Þá , vjknaði sterkt ljós fyrir utan og skein e’nt framan í mig. Svo slökknaði það eu ég var dálítinn tíma að jafna mig í aagunum. Þegar ég fór að sjá greinilega aflur sá ég blika á hníf fyrir framan mig. § leit upp og þóttist vita að maðurinn, ^ hélt á hnífnum, væri Skugga-Bald- ~~ Vegurinn verður ykkur dýr ef þið §erið ekki eins og mér er sagt að segja ykkur, sagði Baldur. Það búa álfar í þessari skriðu hjá Skuggabjörgum og þeir kæra sig ekkert um veg þama. Þið munuð verða fyrir skriðuföllum, snjó- flóðum og vélarbilunum og á endanum gefist þið upp á vegarlagningunni. Baldur gekk út úr húsinu án þess að segja meira. Ég velti fyrir mér þessari álfasögu. Svona tilfelli voru svo sem ekki einsdæmi í vegagerð en ekki var gott að vita hvað var satt og hvað logið í þeim sögum. Gat það virkilega verið að Baldur teldi sig vera í sambandi við álfa? Eða var hann að nota þessa að- ferð til að koma veginum burt af jörð sinni? Ekki fannst mér Baldur þessleg- ur að hann væri miðill eða neitt þess háttar. VIII. KAFLI Birkir Árnason segir frá: Ég sá að eitthvað varð að gera í þessu máli sem fyrst því að bráðlega átti að hefja undirbúningsframkvæmdir í Skuggadal. Kannski þurfti að fresta að- gerðum um sinn meðan athugað væri betur hvað væri á seyði. Morguninn eftir fékk ég lánaðan jeppa hjá Vegagerðinni og fór út að Skuggabjörgum. Ég litaðist um á vænt- anlegu vegarstæði og sá að það var al- veg uppi við skriðuna. Síðan átti vegur- inn að liggja fast við túngarðinn á Skuggabjörgum. Meðan ég var að reika þama um datt mér dálítið í hug. Ég flýtti mér heim, náði í símaskrá og leitaði að Geirlaugi E. Guðmundssyni Hann var einmitt maðurinn til að svara spumingum um mál eins og þetta. Hann hafði verið viðriðinn svona álfa- sögur áður. Ég hringdi og hann svaraði sjálfur í símann. — Halló, Geirlaugur hér. — Komdu sæll. Ég heiti Bergur Jónsson verkfræðingur. Ég er að vinna að vegarlagningu um Skuggadal og það er eitthvað skrýtið að gerast í kringum það allt saman. Mig langar að vita hvort einhvern tímann hefur verið minnst á álfa þar? — Ekki veit ég til þess, sagði Geir- laugur. En við getum kannski bara far- ið saman og athugað það? 43

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.