Æskan

Volume

Æskan - 05.10.1987, Page 52

Æskan - 05.10.1987, Page 52
ÚRSLIT I VERÐLAUNASAMKEPPNI 11,111 DADklA- nr- IIAI'!I í sumar voru kynnt úrslit í samkeppni Stórstúku íslands um unglingaskáld- sögu. Verðlaunin voru 100.000 kr. auk venjulegra höfundarlauna en það er hærri upphæð en tíðkast hefur í sam- keppni um barna og unglingabækur. Hrafnhildur Valgeirsdóttir vann til þessara verðlauna fyrir söguna Leður- jakkar og spariskór. Dómnefnd skip- uðu Andrés Kristjánsson fyrrverandi fræðslustjóri, Mjöll Matthíasdóttir kennaranemi og Stefán Júlíusson rit- höfundur. Hrafnhildur er kennari að mennt og hefur fengist nokkuð við ritstörf. Eftir hana hafa birst smásögur (m.a. í Æsk- unni) og í fyrra kom út bókin Kóngar í ríki sínu — fyndin og fjörlega skrifuð barnasaga. Æskan gefur Leðurjakka og spariskó út í haust. í næsta tölublaði Æskunnar birtum við kafla úr bókinni en hér fer á eftir brot úr 1. kafla til þess að kynna aðalsöguhetjurnar, nokkra krakka úr 8.H. . ., lauslega fyrir ykkur: „Komdu í kapp að bakkanum, “ kall- aði Gerður til Arnar. Pau syntu skriðsund á fullu og hann varð rétt' á undan. Hann klöngraðist upp á bakkann og tiplaði varlega að heita pottinum. Ekkert var hallæris- legra en að renna á rassinn fyrir framan elskuna sína, jafnvelþótt skyggnið væri slæmt. Hann smeygði sér ofan í sjóð- heitan pottinn og stundi afvellíðan. „Hreintunaðslegt, “skríktiíTótasem sat þar eins og klessa og naut þess að þurfa ekki að hreyfa sig. Gerður kom skvettandi með glamr- andi tennur og klessti sér upp að Tóta. Örn lét sem hann sæi ekki sigurbrosið sem Tóti sendi honum. Nú kom Nína. Hún kallaði stöðugt; „Jesús, Jesús, “ og reyndi aðfóta sig á svellinu. Málningin lak niður kinnarnar á henni og sundföt- in hennar voru minni en ekki neitt. Hún dýfði tánum varlega ofan í pottinn og æpti upp yfir sig: „Jesús, hvað þetta er heitt. “ „Komdu ofan í, þetta venst, “ kallaði Gerður til hennar. Söguhetjur í Leðurjökkum og spariskóm .Hreint una< „ Vertu ekki svona tepruleg, “ heyrðist einhver segja fyrir aftan Nínu og rétt á eftir kom hún í loftköstum niður í heita pottinn. Andlitið og málningin fóru á kaf í sjóðandi vatnið en Lúlli stóð í tröppunum á pottinum og hló. Um leið og Nína kom úr kafi, hálfgrátandi, hentist L'úlli niður í pottinn og nú stóð Simmi flissandi í tröppunum. „Hvað er þetta? Kemst enginn hjálp- rði arlaust niður í þennan pott?“sPu^ hann og var ánægður með sjálfan En um leið og hann sagði síðasta °r , læddi örn sér að honum og kipPn U ;; / an honum fótunum. Gusurnar SeU° ^ allar áttir. Tóti ætlaði að drep°sl setn hlátri. Gerður stumraði yfir NiríU ; átti hræðilega bágt í svona %usU? ^óp' Smátt og smátt fœrðist þó ró yf‘r / inn. Pað var ekki hægt að hamast e 52

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.