Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1989, Page 6

Æskan - 01.05.1989, Page 6
ég. „Jú, þá kemur Lilli.“ „Úff, ég er búin að bíða svo lengi að ég bara veit ekki. . .“ segir lítil telpa og heldur áfram að segja frá rólum og svif- braut og fleiru. „Þá verður líka trambólínið. . .“ „Fjaðurdýnan, áttu við. . .?“ „Já, sama hvað það heitir. Sem ég stekk á. . . .“ „Já, hún verður eflaust sett upp.“ „Húrra,“ kallar hún, svo háum rómi að ég hrekk við. Samt er ég ýmsu van- ur. Henni finnst júlímánuður lengi að líða þó að við förum í heimsókn norður í land til afa og ömmu og gerum fleira skemmtilegt. „Er það næstu helgi?“ „Nei, eftir þrjár vikur,“ svara ég og síðar - „eftir tvær vikur.“ Hún er viðþolslaus síðustu tvær vik- urnar en þó bætir úr skák að við skreppum „í skóginn“ síðustu viku í júlí og hún skemmtir sér í Undralandi með fjölda krakka sem eru þar í útilegu með fjölskyldum sínum. Fjaðurdýnan hefur verið sett upp og krakkarnir skiptast á um að hoppa á henni frá morgni til kvölds. „Æ, ég vildi að Brúðubíllinn væri núna,“ hvíslar hún að mér þegar hún skríður örþreytt í pokann sinn um kvöldið. „Þú hefðir varla mátt vera að því að horfa á hann. Þú hefur verið að hoppa í allan dag.“ „Ég hefði samt. . .,“ stynur hún og steinsofnar áður en hún lýkur setning- unni. Loks er komið að Lilla og öllu hinu! Verslunarmannahelgin gengur í garð. . . Hún fær að dansa á pallinum dálitla stund á föstudagskvöldi og sofnar sæl við tilhugsunina um allt sem er fram- undan á laugardag og sunnudag. Eftir hádegi á laugardag er reiðhjóla- keppni. Hún fylgist með af áhuga og hefur ýmislegt að athuga við hæfni þátt- | takenda. | Að því loknu hugsar hún sig um og | segir: § „Er. . . Nei, ég man. Lilli kemur á i morgun.“ Næst er Galtalækjarkeppnin - söng- keppni barna og unglinga. Ég fæ með naumindum komið í veg fyrir að hún | skrái sig til leiks. Hún hefur laumast frá i mér og fengið aðra stelpu með sér. Þær i ætla að syngja um Sókrates og annað | stórmenni eftir Stormsker. Ég verð að 1 taka til fótanna þegar ég sé á eftir henni | til hljómsveitarstjórans. um og sungið við varðeld. Og þar eru litlu börnin á háhesti eða í fangi pabba og mömmu og síðan er haldið heim 1 tjöld og bústaði með þau og þeim hjálP' að í pokana. „Á morgun er dagurinn, pabbi. Þá er aðaldagurinn!“ - segir hún undir nott- ina og ætlar aldrei að geta fest svefn- Dagurinn rennur upp. Sunnudagur- inn - og það er barnadansleikur og barnaskemmtun og Birgir Gunnlaugs- son og hljómsveit og Ómar og Jón Pal og það er sungið og dansað og hlegið og hrópað með Jóni Páli: „Já, við ætlum a verða sterk! Við ætlum ekki að reykja- 1 „Og svo fór ég í rennibrautina og þrautabrautina. . . Lilli er næst, ég veit það. . . 1 líka í hringekjuna. . . “ „Næst, anganóra,“ styn ég upp móð- I ur og másandi. „Þú þarft að æfa þig ei- 1 lítið betur.“ | „Æiii, pabbi.“ Ég þarf lengri röksemdafærslu í 1 þessu máli en kemst fyrir hér. Loks | sættist hún á að hlusta og læra af „stóru | krökkunum“. (Sum eru raunar litlu | stærri en hún. . .) „Ég hefði alveg | getað sungið eins vel og margir,“ segir | hún við mig stundarhátt að lokinni | keppninni. „Og miklu hærra!“ „Það efa ég ekki. . .,“ ansa ég. Um kvöldið dönsum við aftur á pall- | inum og göngum út að tjaldinu sem | unglingahljómsveitin leikur í - en það | merkilega gerist að henni fínnst of mik- I ill hávaði þar. „Þeir eru skrýtnir,“ segir hún og | bendir. „Þessir unglingar!“ Svo dæsir | hún. - Eldri systkini hennar eru á þeim | aldri. . . i Um miðnættið er skotið upp flugeld- Og síðan kemur sjálfur BrúðubíH>nn' Börnin smá og önnur stærri fylgíast inmynnt með og lifa sig inn í bru ( heiminn. . .- Já, hann Lilli og öll b‘n, Eftir kvöldskemmtunina og hluta dansleiknum tekur lítil telpa á sig na 1 Þegar ég held að hún sé sofnuð og að laumast út rís hún í skyndi upp dogg og spyr: ,« „Verða þeir ekki allir n8eS ' - Geispi. „Hljómsveitarkarlarnir Lilli og Ómar og, og. . .“ " ^ geispi. . . „Jón Páll?“ „Það mætti segja mér það,“ svara e „Þeir eru skemmtilegir.“ . ,« „Já, þeir eru æðislega skemmtileSir^ Og um leið og hún hlammar sér n ur á koddann aftur spyr hún í m101 stærsta geispanum: « „Er ekki voða langt þangab pa. . .a. . . .aa. . .abbiii?“ „Nei, það er ekki mjög langfí pabbinn og strýkur yfir lítinn koll- seg*r 6ÆSKALT

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.