Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1989, Blaðsíða 6

Æskan - 01.05.1989, Blaðsíða 6
ég. „Jú, þá kemur Lilli.“ „Úff, ég er búin að bíða svo lengi að ég bara veit ekki. . .“ segir lítil telpa og heldur áfram að segja frá rólum og svif- braut og fleiru. „Þá verður líka trambólínið. . .“ „Fjaðurdýnan, áttu við. . .?“ „Já, sama hvað það heitir. Sem ég stekk á. . . .“ „Já, hún verður eflaust sett upp.“ „Húrra,“ kallar hún, svo háum rómi að ég hrekk við. Samt er ég ýmsu van- ur. Henni finnst júlímánuður lengi að líða þó að við förum í heimsókn norður í land til afa og ömmu og gerum fleira skemmtilegt. „Er það næstu helgi?“ „Nei, eftir þrjár vikur,“ svara ég og síðar - „eftir tvær vikur.“ Hún er viðþolslaus síðustu tvær vik- urnar en þó bætir úr skák að við skreppum „í skóginn“ síðustu viku í júlí og hún skemmtir sér í Undralandi með fjölda krakka sem eru þar í útilegu með fjölskyldum sínum. Fjaðurdýnan hefur verið sett upp og krakkarnir skiptast á um að hoppa á henni frá morgni til kvölds. „Æ, ég vildi að Brúðubíllinn væri núna,“ hvíslar hún að mér þegar hún skríður örþreytt í pokann sinn um kvöldið. „Þú hefðir varla mátt vera að því að horfa á hann. Þú hefur verið að hoppa í allan dag.“ „Ég hefði samt. . .,“ stynur hún og steinsofnar áður en hún lýkur setning- unni. Loks er komið að Lilla og öllu hinu! Verslunarmannahelgin gengur í garð. . . Hún fær að dansa á pallinum dálitla stund á föstudagskvöldi og sofnar sæl við tilhugsunina um allt sem er fram- undan á laugardag og sunnudag. Eftir hádegi á laugardag er reiðhjóla- keppni. Hún fylgist með af áhuga og hefur ýmislegt að athuga við hæfni þátt- | takenda. | Að því loknu hugsar hún sig um og | segir: § „Er. . . Nei, ég man. Lilli kemur á i morgun.“ Næst er Galtalækjarkeppnin - söng- keppni barna og unglinga. Ég fæ með naumindum komið í veg fyrir að hún | skrái sig til leiks. Hún hefur laumast frá i mér og fengið aðra stelpu með sér. Þær i ætla að syngja um Sókrates og annað | stórmenni eftir Stormsker. Ég verð að 1 taka til fótanna þegar ég sé á eftir henni | til hljómsveitarstjórans. um og sungið við varðeld. Og þar eru litlu börnin á háhesti eða í fangi pabba og mömmu og síðan er haldið heim 1 tjöld og bústaði með þau og þeim hjálP' að í pokana. „Á morgun er dagurinn, pabbi. Þá er aðaldagurinn!“ - segir hún undir nott- ina og ætlar aldrei að geta fest svefn- Dagurinn rennur upp. Sunnudagur- inn - og það er barnadansleikur og barnaskemmtun og Birgir Gunnlaugs- son og hljómsveit og Ómar og Jón Pal og það er sungið og dansað og hlegið og hrópað með Jóni Páli: „Já, við ætlum a verða sterk! Við ætlum ekki að reykja- 1 „Og svo fór ég í rennibrautina og þrautabrautina. . . Lilli er næst, ég veit það. . . 1 líka í hringekjuna. . . “ „Næst, anganóra,“ styn ég upp móð- I ur og másandi. „Þú þarft að æfa þig ei- 1 lítið betur.“ | „Æiii, pabbi.“ Ég þarf lengri röksemdafærslu í 1 þessu máli en kemst fyrir hér. Loks | sættist hún á að hlusta og læra af „stóru | krökkunum“. (Sum eru raunar litlu | stærri en hún. . .) „Ég hefði alveg | getað sungið eins vel og margir,“ segir | hún við mig stundarhátt að lokinni | keppninni. „Og miklu hærra!“ „Það efa ég ekki. . .,“ ansa ég. Um kvöldið dönsum við aftur á pall- | inum og göngum út að tjaldinu sem | unglingahljómsveitin leikur í - en það | merkilega gerist að henni fínnst of mik- I ill hávaði þar. „Þeir eru skrýtnir,“ segir hún og | bendir. „Þessir unglingar!“ Svo dæsir | hún. - Eldri systkini hennar eru á þeim | aldri. . . i Um miðnættið er skotið upp flugeld- Og síðan kemur sjálfur BrúðubíH>nn' Börnin smá og önnur stærri fylgíast inmynnt með og lifa sig inn í bru ( heiminn. . .- Já, hann Lilli og öll b‘n, Eftir kvöldskemmtunina og hluta dansleiknum tekur lítil telpa á sig na 1 Þegar ég held að hún sé sofnuð og að laumast út rís hún í skyndi upp dogg og spyr: ,« „Verða þeir ekki allir n8eS ' - Geispi. „Hljómsveitarkarlarnir Lilli og Ómar og, og. . .“ " ^ geispi. . . „Jón Páll?“ „Það mætti segja mér það,“ svara e „Þeir eru skemmtilegir.“ . ,« „Já, þeir eru æðislega skemmtileSir^ Og um leið og hún hlammar sér n ur á koddann aftur spyr hún í m101 stærsta geispanum: « „Er ekki voða langt þangab pa. . .a. . . .aa. . .abbiii?“ „Nei, það er ekki mjög langfí pabbinn og strýkur yfir lítinn koll- seg*r 6ÆSKALT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.