Æskan

Årgang

Æskan - 01.05.1989, Side 23

Æskan - 01.05.1989, Side 23
”Já> ég gæti Lóu stundum en hún er í leikskóla á morgnana. Já, það gengur sæmilega ~ ágætlega.“ - Hvað gerir þú í tóm- stundum? »Ég er skáti og æfí hand- bolta. Ég safna líka frímerkj- Uln- Skátaflokkurinn, sem ég er í> heitir Krúttpjakkar. Við vorum áður í Pöddum en stofnuðum nýjan flokk. Við erum allar jafnar. Þetta er þfiðja árið mitt sem skáti. Já, eS hef farið á skátamót, að Hafravatni í fyrra. í júní verð- Ur skátamót hér í Vestmanna- ey)Um. Já, mér fínnst ofsalega ganian í skátastarfi.“ Marý Linda æfir líka hand- Énattleik með 5. flokki. Hún oyrjaði að æfa í vetur. Liðið nefur tvisvar farið í keppnis- Rosalega hávær Hjörtur Sigurðsson var í heimsókn hjá Möggu frænku sinni þegar ég hringdi. Ég sló á þráðinn þangað: -Sæll, Hjörtur! Getur þú rabbað við mig núna svo að ég geti sagt lítið eitt frá þér í Æskunni? „Já, já. Það er allt í lagi.“ - Hvað ertu gamall? Áttu systkini? „Ég er níu ára. Ég á einn bróður. Hann heitir Hannes og er þriggja eða fjögurra ára.“ - Ertu að leika við frænd- systkini þín? „Já, Ósk frænku mína. Hún er líka níu ára. Frændi minn er 13 ára. Hann heitir Valtýr.“ MarÝ Linda og Guðjón ,er<Jir „upp á land“. Þar var ’ePpt við nokkur félög. »Það gekk ágætlega en ekk- err mjög vel. . .“ ~ Hvað tekurðu þér fyrir uendur í sumar? »Ég ætla að vinna við að Verka humar. Ég fer líka í SVeit> til ömmu og afa að Fitj- Ulu undir Eyjafjöllum. Ég hef a itaf verið hjá þeim nokkurn únia á sumrin. Ég á hund þar. Hann heitir Kátur. Ég vinn Par við það sem til fellur, t.d. a mjólka. En mér fínnst S einmtilegast að vinna í hey- skaPnum.“ - Ég heyri dálítinn hávaða í barni. Er það Hannes? „Já, hann hefur oft hátt. Hann er rosalega hávær. Ég var víst líka svona áður.“ - Að hverju finnst þér mest gaman? „Mér fínnst margt skemmtilegt. Til dæmis að fara út á bát með pabba og mömmu. Já, pabbi er þá að veiða. - Það er líka gaman að spranga og leika sér að ýmsu dóti með strákunum.“ - Með hverjum leikur þú þér oftast? „Inga og Gunnari. Ég er líka oft með Gísla og Andra og öðrum strákum í bekknum.“ - Hvaða grein þykir þér skemmtilegast að læra í skól- anum? „Mér finnst skemmtilegast - Hlakkar þú ekki til af- mælisveislunnar? „Dálítið. - Já, ég býð aðal- lega strákum. Svo koma ein- hverjir skyldir mér.“ - Er gaman í Eyjum? Hjörtur og Þórhallur að reikna, leiðinlegast í skrift.“ - Áttu gæludýr? „Já, ég á gullfísk. Það er hrygna og heitir Jóna. Ég átti fyrst tvo en hinn dó.“ - Hefur þú dálæti á ein- hverjum söngvara? „Michael Jackson. Já, ég hef oft séð hann í sjónvarp- inu.“ - Hefur þú ferðast víða? „Ekki mjög. En ég hef oft farið til ömmu og afa á Blönduósi." Fundu hvíta lundapysju Þórhallur Axelsson var að spranga með Hirti. Hann er frá Hornafirði en fer alltaf til afa síns og ömmu í Vest- mannaeyjum á sumrin og dvelst þar nokkra mánuði. Þau eiga heima í sama húsi og Hjörtur. Ég hringdi í Þórhall 9. maí og þá kom í ljós að fáir dagar voru til níu ára afmælis hans. Hann er fæddur 12. maí 1980. „Já! Það fínnst mér.“ - Þekkir þú marga þar? „Já, nánast allt frændfólk mitt á þar heima. Nei, ekki margir á aldur við mig, ekki nema ein frænka mín jafn- gömul mér.“ - Hvað er skemmtilegast? „Að spranga og bjarga lundapysjum.“ - Ég er ekki viss um að all- ir lesendur viti hvað lunda- pysjur eru. . . „Það eru ungar lundanna. Þegar þeir fara úr hreiðrunum í ágúst villast þeir stundum inn í bæinn. Á daginn fela þeir sig en á nóttunni sækja þeir í ljósin. Þá fara krakkar og fullorðnir til að bjarga þeim. Safna þeim í poka og fara með þá niður að sjó og sleppa þeim þar. Við frændi minn fundum hvíta lunda- pysju. Það er mjög sjaldgæft. Þær eru yfirleitt bæði svartar og hvítar. Við létum stoppa hana upp og eigum hana báðir en hún er geymd í Eyjum.“ Texti: KH Myndir: HÓ ÆSKAU 23

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.