Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1990, Page 6

Æskan - 01.01.1990, Page 6
Samviskubit Verðlaunasagan í smásagnasamkeppninni - eftir Gretu Jessen 16 ára. Ég býðst til að bera pokana heim. Gamla konan þakkar mér kærlega fyrir og blaðrar um það alla leiðina að hún hefði nú alltaf haldið að ungt fólk nú á dögum væri voðalega ábyrgðarlaust en ég fengi hana til að breyta um skoð- un. Þegar við komum heim spurði hún mig hvort ég vildi ekki koma með sér inn því að hún væri nýbúin að baka pönnukökur sem hún gæti ómögulega borðað ein. Þar sem ég var ekkert sér- staklega að flýta mér og ritgerðin gat svo sem beðið tók ég því með þökkun. Hún átti heima í alveg eins íbúð og við. Hún bauð mér inn og sagði mér að setja úlpuna í fatahengið. Ég elti Ég var á leiðinni heim úr skólanum. Ég var að hugsa um íslenskuritgerðina sem Gunnlaugur íslenskukennari hafði sett okkur fyrir. Hvemig átti ég að geta skrifað um kynni mín af gömlu fólki? Ég var alltaf svo hugmyndasnauður þegar kom að ritgerðum. Ég sem hafði haldið að ég gæti átt náðuga helgi. Svona var að vera byrjaður í 9. bekk. Ég kom við í sjoppunni og keypti mér grænan ópal. Þegar ég geng út rekst ég á gamla konu og um leið miss- ir hún pokana sem hún heldur á og innihaldið dreifist um götuna. Ég styn út úr mér afsökunarbeiðni og beygi mig niður til þess að hjálpa henni að setja vörumar aftur í plastpokana. Ég sé allt í einu að þetta er kona sem býr á þriðju hæð í fjölbýlishúsinu þar sem ég á heima. Mamma segir að hún sé eitthvað skrýtin. Hún býr víst ein og mamma segir að hún sé áskrifandi að næstum öllum blöðum óg tímaritum sem til eru. Ég tek eftir því að hún er að reyna að laga hárkolluna svo að lít- ;jái það beri læt og eg ekki = hana inn í eldhúsið. Þar biðu mín 1 pönnukökur með rjóma og með sykri I og svo jólakaka. Ég sá að hún var að | hita kakó. Ég vissi ekkert hvað ég átti 1 að segja. En sem betur fer spurði hún | mig hvemig væri í skólanum og hvað | ég ætlaði að læra í framtíðinni. Ég I sagði henni að ég hefði í hyggju að 1 læra eitthvað sem tengdist stærðfræði. 1 Svo glopraði ég því út úr mér að ég 1 ætti að skrifa ritgerð um kynni mín af | gömlu fólki og að ég ætti að skila | henni eftir helgi. Hún sagði að það | gæti nú ekki verið erfitt. Ég gæti bara | skrifað um sig. Áður en ég gat sagt 1 hvað ég væri alltaf andlaus í sambandi | við ritgerðir byrjaði hún að segja mér | allt um sig. Hún sagði mér hvernig hún | lifði lífinu og fleira. Meðal annars sagði | hún mér að hún ætti engan sem hugs- | aði um sig því að bömin hennar áttu | bæði heima í útlöndum og höfðu 1 gleymt henni að mestu. Hún vildi frek- | ar búa ein heldur en fara á elliheimili. Ég sagði ekki mikið en hlustaði af at- | hygli og sagði já og nei á réttum stöð- | um. Þegar ég var búinn að borða fimm | pönnukökur og þrjár jólakökusneiðar I stóð ég upp og þakkaði kærlega fyrir 1 mig. En hún sagði að það væri hún | sem ætti að þakka fyrir að fá að hafa 1 félagsskap minn. | Þegar ég var að reima skóna mína I sagði hún mér að á sunnudaginn væri | afmælisdagurinn sinn og spurði hvort 1 ég vildi ekki líta inn, hún myndi örugg- | lega eiga eitthvert góðgæti handa mér. 1 Ég játti og þakkaði aftur fyrir mig. 1 Á leiðinni upp í lyftunni hugsaði ég I um hvað þetta væri skrýtin kerling en | allt um það hafði hún hjálpað mér með | þessa blessaða ritgerð. | Daginn eftir skrifaði ég uppkastið. | Sunnudagurinn rann upp. Ég ákvað | að drífa mig í að pikka ritgerðina inn á | Machintosh-heimilistölvuna. Verkið tók | lengri tíma en ég hafði búist við. Þegar | ég var að byrja á forsíðunni komu | Gunni, Himmi og Geiri og vildu endi- I lega fá mig með sér út í fótbolta. Við 6 Æskan

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.