Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1990, Síða 9

Æskan - 01.01.1990, Síða 9
Ljósm.: Myndsköpun / Guðmundur Viðarsson hvort væri flottara. Kannski hefði ver- ið betra að kalla þá Rip, Rap og Rup; þeir eiga nefnilega ekki Ijón. . .“ - Hefur þú umgengist fleiri dýr en þessi? „Já, í sveitinni hjá frænku minni. Þar voru margir hundar. Fyrst var ég svolítið hræddur við þá, sérstaklega vitlausu hundana. Þeir voru í búri. Þegar þeim var hleypt út hlupu þeir óskaplega hratt, á hundrað eða tvö hundruð.. . Svo hætti ég að vera hræddur við alla hunda. Einn hundurinn á bænum var svo stór að ég loftaði honum ekki! Já, það voru fleiri dýr, kýr og hest- ar. Ég fór á hestbak. . .“ - Hefur þú farið til útlanda? „Já, ég fór til Benidorm á Spáni í sumar, 1989.“ - Hvað fannst þér skemmtilegast að gera þar? „Mér fannst skemmtilegast að busla í sjónum og sundlauginni. Ég var líka að reyna að búa til sandkastala í fjör- unni en sjórinn fór alltaf yfir þá.“ Hef sungið voða mikið. . . Astrós Elísdóttir er sjö ára, fædd 4. september 1982. Hún á heima á Í j. | Reynimel í Reykjavík og er í Mela- skóla. „Ég hef átt heima í Vesturbænum alla mína ævi og alltaf átt heima á sama stað,“ segir hún og brosir. Hún brosir oft. - Hvernig vildi til að þú komst í Rokklinga-hópinn? „Ég var hjá ömmu og sá auglýsingu í DV um að það vantaði nokkra krakka |f til að syngja inn á plötu. Við hringdum | og svo var ég prófuð. Ég söng „Göng- um langa leið Ég var valin og söng | með í öllum syrpunum nema tveim- i ur.“ S (90 börn voru reynd og þrjú þeirra j| valin til að syngja með hópnum sem í s| upphafi hafði verið hóað saman; flestir i í honum voru úr kór Seljaskóla í ™ Breiðholti) Æskan 9

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.