Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1990, Blaðsíða 17

Æskan - 01.01.1990, Blaðsíða 17
Tillögur um efni Kæri Æskupóstur! Eg sendi þér tillögur um efni og nokkrar spurningar. Það væri hægt að hafa fleiri get- raunir og þrautir sem tengjast frægu fólki. Þær eru mjög skemmtilegar. Einnig fleiri krossgátur en nú eru. Mér finnst flestar þrautimar erfiðar og ekki mjög skemmtilegar. Þið mættuð halda áfram með Eftirlæti. Gleymið ekki að hafa Sálina hans Jóns míns og Madonnu með. Viljið þið fá Stefán Hilmarsson til að svara spurningum aðdáenda? Af hverju vom ekki myndir af Madonnu og Michael J. í þættinum, Við safnar- ar, fremur en myndir af fólki sem ekki er eins frægt? Getið þið látið veggmynd af Madonnu og Batman fylgja blaðinu? Hvað er í verðlaun fyrir rétta lausn á þrautum? Getið þið haft popp- þraut? Sálin hans. . . Svar: Við tökum ábendingar um efni til vinsamlegrar athugunar. Myndir af M og M hafa birst hvað eftir annað í blaðinu. Þess vegna veljum við mynd- lr af öðrum en þeim í safnara-dálk- ana. Oftast nœr sendum við bœkur sem verðlaun. Madonna verður vœnt- anlega á veggmynd sem fylgir 2. tbl. 1990. Um pennavini Sæll, Æskupóstur! Mig langar til að segja frá penna- vinum mínum. Þeir eru 46! - dreng- ir og stúlkur úr öllum heimsálfum. Fimmtán af pennavinum mínum eiga heima á Nýja Sjálandi. Þeir hafa boð- ið mér að koma þangað - en raunar á minn eigin kostnað. Það eru litlar lík- ur á að ég fari þó að ég hafi hug á að reyna sem skiptinemi. Margir pennavina minna höfðu aldrei heyrt Islands getið áður en ég skrifaði þeim. Sumir spyrja kjána- legra spurninga á borð við: „Er sjón- varp hjá ykkur?“ Flestir spyrja hvernig veðurfar sé hér. Ef ég segði að hér snjóaði allt ár- ið tryðu þeir mér eflaust. Þeir halda að fsland sé eins og Norðurpóllinn. - Það sem mér hefur fundist ótrúlegt er að í Japan og á Nýja-Sjálandi snjó- ar í hæstu fjöll og þar fer fólk á skíði. Ég hef kennt einni pennavinkonu minni, Gilberte frá Seychelle-eyjum, að skrifa nokkur orð á íslensku. Ég veit til þess að hún hefur skrifað bréf á ensku fléttað íslenskum orðum. Hún á 15 pennavini hér á íslandi. Það er gaman að eiga pennavini ef maður hefur áhuga á bréfaskriftum, annars verða bréfln stutt og leiðinleg. Ég og pennavinir mínir segjum frá ýmsu, til að mynda hvað gerst hefur undanfarna daga; við lýsum landi okkar, sendum frímerki, myndir, póstkort og stundum afmælisgjafir; við treystum pennavinum fyrir leynd- armálum og ég hef verið beðin að leysa vandamál; einn pennavinur minn spyr um trúmál því að hann er Gyðingur og forvitinn um Lúterstrú. Ég get sent þeim sem vilja eyðu- blað til að óska eftir pennavinum - en á ekki mörg blöð eftir. Þið getið valið um pennavini frá 104 löndum! I staðinn vildi ég gjarna fá umslög með frímerkjum frá fjarlægum löndum. Má senda sælgæti til útlanda? Inga Karlsdóttir, Hraunsvegi II, 260 Njarðvík. Þökk fyrir fróðlegt bréf. Sœlgœti má senda til útlanda. . . Um hlaupasting Hæ, Æska! Ég var að lesa í gamalli Æsku. í henni spurði stúlka hver ráð væru við hlaupasting. Ég hef ágætis ráð: Þegar hlaupastingur gerir vart við sig er ráðlegt að reyna að teygja hend- urnar upp í loft þannig að togni vel úr staðnum sem hlaupastingurinn er á. Síðan má þrýsta hendinni á stað- inn. Ekki hætta því sem verið er að gera. Mig og tvær vinkonur mínar langar til að athuga hvort þið getið ekki birt veggmynd af Kiss. Kolla. í 4. tbl. Æskunnar 1989, á bls. 17, birtum við ráðleggingar lceknis (og langhlaupara) til að draga úr - losna við hlaupasting. . . Burt með bólur! Halló, frábæri þáttur! Mig langar til að koma á framfæri góðum ráðum til þeirra sem stríða við bólur. (Ég er sjálf að losna við mínar) Mjög mikilvægt er að halda húð- inni hreinni, t.d. með vatni eða hreinsandi smyrsli. Afar óæskilegt er að borða súkkulaði og heppilegt er að draga úr neyslu mjólkurvara. Ég mæli hka með því að sá sem vill losna við bólur drekki mikið vam og borði epli. Ein fimmtán ára Þökk fyrir ráðleggingar. Ef til vill rœður Nanna Kolbrún þér heilt í þœttinum Æskuvanda. . .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.