Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1990, Side 27

Æskan - 01.01.1990, Side 27
Kæra Æska! Ég þakka gott blað. Mig langar til að vita hvort þið gætuð birt vegg- tnynd af Kristjáni Arasyni og fengið hann til að svara spurningum aðdá- enda. Ég sendi skrýtíu með: Kennarinn: Ég ætla að leggja fyrir þig dæmi, Jón. Hugsum okkur að þú haflr tvær pylsur á diskinum og borð- *r þ®r báðar. Hvað átt þú þá eftir? Jón: Kartöflurnar! Björn. Kristján svaraði aðdáendum í 4. tbl. 1988. Ástarljóð Á-ska tnín góð! Ég sendi þér h'tið ljóð í von um htrtingu: Ég elska þig Prá þeim degi er við hittumst Vtssi ég að þú varst sérstakur. 8 vissi að ég vildi segja þér allt tilfinningar mínar og hugsanir. ht frá því að ég varð ástfangin af þér víldi ég eyða öllum tíma mínum með þer. Allt frá því að við urðum eitt vissi ég að samband okkar yrði full- komið. Eg fann að ég dáði þig af öllu hjarta °8 ~ ég elskaði þig. Tileinkað G.R. Pá iða ég öll... Kæra Æska! Ég þakka fyrir gott blað. Mig lang- ar til að spyrja hvort hægt sé að gefa Æskuna út mánaðarlega. Um leið og hún kemur þá iða ég öll. f>að væri líka vel þegið að fá vegg- mynd eða h'mmiða með mynd af Ma- donnu. Er hægt að hafa fleiri krossgátur og viðtöl en verið hafa að undanförnu? Ólafía. Spumingu um fjölgun tölublaða var svarað í 9. tbl.; einnig beiðni um veggmynd af Madonnu. Þrautir verða álíka margar á nœstunni og verið hef- ur, viðtöl vœntanlega einnig; þó kann þeim að verða fjölgað. Ávallt er reynt að hafa fjölbreytt efni í blaðinu. Um dáða söngkonu Kæra Æska! Ég sendi nokkra fróðleiksmola um Madonnu og vona að þeir verði vel þegnir. Madonna er fædd 16. ágúst 1958 og er því 31 árs. Hún er 162 sm á hæð - ekki 154 eins og oft hefur verið sagt; sennilega er það misskilningur er stafar af því að mælieiningin 5 fet og 4 þumlungar er rituð 5’4. Hún á flmm alsystkini og tvö hálfsystkini. Faðir hennar heitir Silvio en er kall- aður Tony. Móðir hennar er látin. Hún hét einnig Madonna. Á unglingsaldri hafði Madonna dá- læti á Michael Jackson. Hún hugsaði með sjálfri sér: Ég get gert allt sem hann getur. Eini munurinn er sá að ég er stelpa. Hún og Prince eru góðir vinir og dá hvort annað. Þau sömdu enda saman lagið Ástarsöng (Love song). Madonna hefur barist gegn ýmsu því er til óheilla horfir og fyrir bættu mannh'fi. Hún kom fram á tónleikum til styrktar alnæmissjúklingum í fyrra og hefur leikið í auglýsingu til að koma í veg fyrir smitun af alnæmi. Hún hefur beitt sér gegn fíkniefna- notkun, ofbeldi og eyðingu frum- skóga - en unnið margt til hjálpar hungruðum. Hún hefur sagt að hún noti ekki ffkniefni og hafi aldrei gert. Áður en Madonna varð fræg var hún í Alvin Ailey-danshópnum og var ein af sex bestu ungum dönsurum í Bandaríkjunum. Eitt það skemmtilegsta sem hún gerir er að lesa bækur og hlusta á sí- gilda tónlist. Hún iðkar líka líkams- rækt og hlaup. Tvær kvikmyndir með Madonnu eru væntanlegar á markað. Önnur var tekin í fyrra og nefnist Bloodhounds of Broadway, ( Blóðslóð á Broadway - segir bréfritari) hin heitir Dick Tracy. Þar leikur Madonna tálkvendi í næturklúbbi. Mótleikari hennar er Warren Beatty. í aðdáendaklúbbi Madonnu má fá ýmsar upplýsingar um hana. Póst- fangið er: Madonna - c/o Jo Ed- wards, Winterland Suite 500, 150 Regent Street, London Wl, England. Aðdáandi Madonnu Elísabet.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.