Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1990, Síða 39

Æskan - 01.01.1990, Síða 39
keypti tíu pakka handa mér, segir Búi. Sólin skín og bakar þau. Pau eru komin svo langt frá veginum að þau heyra ekki lengur í bílum. Allt er kyrrt og einu hljóðin, sem þau heyra, er kvak í fuglum og hjal í læk sem liðast um lautina fyrir neðan. Fjöllin í kringum þau em há og brött. - Haldið þið að fjöllin héma séu hærri en Stóratá? spyr Lóa. - Nei, Stóratá er eitt af hæstu fjöll- um á landinu, svarar Búi. — Það var gaman að ganga á hana, segir Hrói. - Munið þið eftir öllum steinunum sem við fundum? segir Lóa. — Ég er viss um að við finnum líka fallega steina í þessari ferð, segir Búi. — Já, þess vegna verðum við að flýta okkur að borða matinn svo að við höfum pláss fyrir alla steinana, segir Hrói og treður samloku upp í sig í heilu lagi. — Og síðustu dagana borðum við sveppi, ber og hundasúmr eins og Sara sagði, segir Lóa og brosir. Hún hallar sér aftur á bak í grasið og lygnir aftur augum. Sólin heldur áfram að baka á henni andlitið þangað til ótal smáar brúnar freknur spretta fram og raða sér um vanga og enni eins og her- menn sem vilja verja hana fyrir árás þessara sterku geisla svo að hún brenni ekki. Endemis frekja —Þessi laut er kjörin. Grasið er mjúkt °S sott að liggja á því. Svo er skjól í henni ef að gerir mikið rok, segir Búi. Þau eru ósköp þreytt enda hafa þau lagt langa leið að baki í dag. Þegar tjaldið er komið upp em þau ekki sein á sér að skríða inn í það og búa um sig. — Við verðum að þvo okkur áður en við sofnum, tautar Búi með rödd sem Sefur til kynna að hann langar alls ekki til að þvo sér. — Og bursta tennur. Við emm búin að borða svo mikið af rúsínum, svarar Lóa. Úr pokanum hans Hróa heyrist sr>örl. Hrói hefur látið þvott og þrif eiga siS- Hann er sofnaður. Búi og Lóa hlæja. Þau skríða út úr tjaldinu og ganga út að læk. ~ Ég öfunda Hróa; hann er aldrei að fást um smámuni, segir Lóa. Sjálf gæti ®8 ekki sofnað skítug. - Ég ætla að ganga um nágrennið og finna klósett, segir Búi. Hann fer í hvarf bak við hæð og finnur ágætan stað undir stómm steini. Fjallið gnæfir ofan við hann og snöggvast finnst honum að það sé al- veg að detta yfir hann. Það er grasi gróið upp eftir hlíðum en ofar taka við skriður og loks hamrar. Ekki vildi ég eiga heima undir svona háu fjalli. Ég yrði hræddur við skriður og snjóflóð, hugsar hann. Þegar hann er að leggja af stað aftur sér hann eitthvað blátt sem honum finnst ekki falla inn í þessa brúnu og grænu veröld sem hann er staddur í. Hér á ekkert að vera blátt nema lækir og blóm og þetta er hvorugt. Hann gengur nær og sér að þetta er tjald. Fyrir utan tjaldið er lítill jeppi. Hann hefur greinilega lent í árekstri eða stungist á nefið því hann er beyglaður að framan og annað ljósið brotið. Búi flýtir sér til Lóu og segir henni tíðindin. - Æ, hvaða vandræði, segir Loa. Nú hittum við ef til vill fólk sem fer að skipta sér af okkur. Þau ganga heim að tjaldi og skríða í pokana. Þegar þau em rétt að sofna heyra þau í bíl sem ekur rétt fram hjá tjald- inu. En þau sofa of fast til að heyra mannamál og annan þann havaða sem fylgir þegar verið er að tjalda. Hrói vaknar fyrstur næsta morgun. Hann nuddar stírur úr augum og sting- ur hausnum út til að gá til veðurs. Sólin skín og blómin anga. Hann skríður út og gengur upp úr lautinni. Hvað er nú þetta? Gult tjald! Og jeppi! Þetta var ekki þarna í gær. Það hlýtur að hafa komið í nótt, hugsar hann. Hann finnur hita í brjóstinu og allt í einu finnst honum loftið hlaðið spennu. Hann minnist annarra tjalda á öðmm stað fyrir tveimur ámm. Það vom tjöld Viðars og hinna fálkaþjóf- anna sem tóku þau bömin til fanga og lokuðu inni í helli. Getur verið að þess- ir nágrannar séu svipaðir? Svo fer hann að hlæja. Hvaða della! Þetta er bara fólk sem hefur gaman af að fara á fjöll eins og þau sjálf. - Það er tjald hérna rétt hjá, segir hann um leið og hann skríður inn í tjaldið til Búa og Lóu. Lóa opnar annað augað. - Ég veit það. Búi sá það í gær, seg- ir hún og geispar. - Nú skulum við setjast út í sólina og borða, segir Hrói og teygir sig í nestið sitt. Von bráðar koma Lóa og Búi líka. Búi heldur á litlu ferðatæki sem hann hefur tekið með sér. Þau kveikja á tækinu og snæða við háværa músík. - Frábær músík, segir Lóa. - Æðislegur trommari, segir Hrói. Allt í einu er kyrrðin rofin. Stór mað- ; Ur með mikið svart skegg og svartan ; lubba kemur vaðandi til þeirra. Framhald. Æska.n 43

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.