Æskan - 01.01.1990, Síða 42
POPPÞÁTTTJR
Úrslit í vinsældavali
Æskunnar
rásar 2, Melody Maker og NME.
Poppþáttur Æskunnar kannar árlega hug lesenda til skemmtikrafta
músíkiðnaðarins. Úrslitin sæta jafnan tíðindum. Poppþátturinn er nefnilega einn
íslenskra fjölmiðla um að sinna þessum lið á yfirgripsmikinn hátt.
Þeim sem þátt tóku í vinsældavalinu þökkum við fyrir aðstoðina. Við drógum úr
bréfabunkanum þrjá atkvæðaseðla og sendum eigendum þeirra hljómplötu í
þakklætisskyni fyrir þátttökuna. Þeir eru:
Tryggvi Valdimarsson, Álfheimum 54, 104 Reykjavík (15 ára), Steina
Sigurðardóttir, Klúku, Fljótsdal, 701 Egilsstaðir (16 ára) og Ásta Þorsteinsdóttir,
Jökulsá, 720 Borgarfjörður (12 ára).
Úrslitin í vinsældavalinu eru þessi:
VINSÆLASTA
ERLENDA HLJÓMSVEITIN
1. Guns n’ Roses
2. U2
3. Roxette
4. A-Ha
5. Bon Jovi
Aðrar vinsælar hljómsveitir eru Europe, Rolling
Stones, Dire Straits, Iron Maiden, Public Enemy,
Aerosmiths, Milli Vanilli, Skid Row, Mötley Crue, Kiss,
The Wailers o.fl.
VINSÆl ASTA
ERLENDA POPPSTJARNAN
1. Madonna
2. Michael Jackson
3. Alice Cooper
4. Axl Rose (Guns n’ Roses)
5. Bono (U2)
Aðrar vinsælar poppstjörnur eru Prince, Tracy
Chapman, Paula Abdul, Donna Summer, Eric Clapton,
Belinda Carlisle, Whitney Houston, Phil Collins o.fl.
VINSÆLASTA
ÍSLENSKA HLJÓMSVEITIN
1. Sálin hans Jóns míns
2. Síðan skein sól
3. HLH
4. Ný dönsk
5. Greifarnir
Vinsældir „Sálarinnar" og „Sólarinnar" umfram aðrar
hljómsveitir eru svo miklar að milli þeirra og hinna er
hyldjúp gjá. „Sálin" og „Sólin" voru nánast
undantekningarlaust nefndar á hverjum atkvæðaseðli.
Tveir tugir annarra hljómsveita skiptu á milli sín næstu
sætum.
Atkvæðamunur þeirra hljómsveita var það naumur að
sanngjarnt er að nefna að HLH fékk 19 stig út úr 12
atkvæðaseðlum. Ný dönsk fékk 14 stig, Greifarnir 12,
Bítlavinafélagið og Sykurmolarnir II, Strax/Stuðmenn 8,
VINSÆLASTA
ÍSLENSKA POPPSTJARNAN
1. Stefán Hilmarsson
2. Bubbi Morthens
3. -4. Helgi Björnsson
3.-4. Valgeir Guðjónsson
5. Geirmundur Valtýsson
Fast á hæla Geirmundar koma Sverrir Stormsker,
Andrea Gylfadóttir, Björk Guðmundsdóttir og Hallbjörn
Hjartarson. Það er áberandi hvað sveitungar Geirmundar
og Hallbjörns meta þá mikils. Á Skagaströnd og í
Skagafirði eru efstu sætin tekin frá fyrir þá heiðursmenn.