Æskan - 01.01.1990, Side 47
fnyndast á leiðinni mikill hafís til viðbótar við =
hafísinn úr Norður-lshafi. i
Hafís getur verið misþykkur og mishrufótt- i
ur- Yfirleitt er þó hafís - sem myndast á sjálf- f
um sjónum - gerólíkur svonefndum borgarís. i
Borgarís er ís úr skriðjöklum sem hafa náð alla 1
leið niður í sjó. Tignarlegir borgarísjakar, sem f
S'gla suður í Austur-Grænlandsstraumnum, f
voru því einu sinni hluti af einhverjum jöklinum i
a Grænlandi, eða m.ö.o. upphaflega snjór sem f
hefur fallið á Grænlandsjökul og frosið þar.
Um borð í Bjarna Sæmundssyni í leiðangrin- i
um norður í höf í september var fuglatalninga- f
maður sem fylgdist með fuglum á leiðinni. i
Hargar tegundir dveljast á hafi úti eða eiga f
leið um óravíddir hafsins, t.d. rita, haftyrðill og i
W- Skemmtilegt var að sjá þá sveima um- i
hverfis skipið og sjá hve harðgerir þeir voru í f
köldu loftslaginu. i
Við stigum á land á Blosseville-strönd á =
Grænlandi. Þar var lítill gróður, einkum mosi i
°g skófir á klettóttri ströndinni. Einstaka blóm i
hefur smeygt sér upp í sólarljósið. fs í margs
kyns myndum flaut á kyrrum haffletinum en
við himin gnæfðu basaltfjöll úr ótal hraunlög-
um. Fjöllin minntu á Vestfjarðafjöll þótt þau
séu um 40 milljónum ára eldri en þau.
Veðurhæð og vindhraði
Nýleg hvítabjarnarspor voru í fjörusandin-
um og hafði þar verið á ferð birna með húna
sína tvo. (Birna: bjarnarkvendýr; húnn: „hvíta-
bjarnarungi"). Ekki urðum við samt frekar var-
ir við þessa fjölskyldu. Kannski voru nokkrir
dagar síðan hún átti leið um.
Á leiðinni heim lentum við í ofsaveðri og
háar öldur risu og hnigu. Mikil og djúp lægð
var á leið norður Atlantshaf, fyrrverandi felli-
bylur suður í höfum sem kallaður hafði verið
„Hugo“ og gert óskunda meðan hann var ægi-
legastur. En skipstjórnarmenn stýrðu af öryggi
og við landkrabbar um borð heilluðumst af
veldi höfuðskepnanna (náttúru-aflanna). Okkur
fannst fara lítið fyrir örsmáum manninum og
farartæki hans, skipinu Bjarna Sæmundssyni.
Komið var heim til Reykjavíkur eftir vel
heppnaðan leiðangur um íslandshaf. Fengurinn
fólst í vísindalegum upplýsingum um haf og
veður á norðurslóðum, og sömuleiðis um líf-
ríkið.
Veðurhæð Vindhraði
vindstig heiti m/sek hnútar Áhrif á landi Áhrif á rúmsjó
0 Logn 0 - 0.2 minna en 1 Logn, reyk leggur beint upp. Spegilsléttur sjór.
1 Andvari 0 3 - 1.5 1 - 3 Vindstefnu má sjá á reyk, en flögg hreyfast ekki Smágárar myndast, en hvítna hvergi.
2 Kul 1.6 - 3.3 4-6 Vindblær finnst á andliti. Skrjáfar í laufi. Lítil flögg bærast. Ávalar smábárur myndast. Glampar á þær, en ekki sjást merki þess, aö þær brotni eða hvítni.
3 Gola 3.4 - 5.4 7-10 Lauf og smágreinar titra. Breiöir úr léttum flöggum. Bárur, sem sumar hverjar brotna og glitrar á. Á stöku stað hvítnar í báru (skýtur fuglsbringum).
4 Stinningsgola (Blástur) 5.5 - 7.9 11-16 Laust ryk og pappírssneplar taka að fjúka. Litlar trjágreinar bærast. Allvíða hvítnar í báru.
5 Kaldi 8 0 - 10.7 17 - 21 Lítil lauftré taka að sveigjast. Freyöandi bárur á stööuvötnum. Allstórar öldur myndast (hugsanlegt að sums staðar kembi úr öldu).
6 Stinningskaldi (Strekkingur) 10 8 - 13.8 22 - 27 Stórar greinar svigna. Hvín í símalínum. Erfitt að nota regnhlífar. Stórar óldur taka að myndast, sennilega kembir nokkuð úr öldu.
7 Allhvass vindur 13 9- 17 1 (Allhvasst) 28 - 33 Stór tré sveigjast til. Þreytandi að ganga móti vindi. Hvít froöa fer að rjúka í rákum undan vindi.
8 Hvassviðri (Hvasst) 17.2 - 20 7 34 - 40 Trjágreinar brotna. Erfitt að ganga á móti vindinum. (Menn "baksa" á móti vindi). Löðriö slítur sig úr ölduföldunum og rýkur í greinilegum rákum undan vindi. Holskeflur taka að myndast.
9 Stormur 20 8 - 24 4 41 - 47 Lítilsháttar skemmdir á mannvirkjum ( þakhellur fara að fjúka ). Varla hægt að ráða sér á bersvæöi. Þénar löðurrákir í stefnu vindsins. Særokið getur dregiö úr skyggninu. Stórar holskeflur.
10 Rok 24.5 - 28.4 48 - 55 Fremur sjaldgælt í innsveitum. Tré rifna upp með rótum, talsverðar skemmdir á mannvirkjum. Mjög stórar holskeflur. Stórar lööurflygsur rjúka í þéttum hvítum rákum eftir vindstefn- unni. Sjórinn er nær því hvítur yfir að líta. Dregur úr skyggni.
11 Ofsaveður 28 5 - 32.6 56 - 63 Sjaldgæft í innsveitum, miklar skemmdir á mannvirkjum. Geysistórar öldur, (bátar og miðlungsstór skip geta horfiö í öldudölunum). Sjórinn alþakinn löngum hvítum lööurrákum. Alls staöar rótast öldufaldarnir upp í hvíta froðu. Dregur úr skyggni
12 Fárviöri 32 7 og meira 64 og meira Loftið er fyllt særoki og löðri. Sjórinn er al- hvítur af rjúkandi löðri. Dregur stórlega úr skyggni.
Æskan 51