Æskan - 01.01.1990, Side 50
Hún sat á bekknum í leikfiminni og
horfði á hinar. Hvemig í ósköpunum
gátu þær verið svona öruggar og
ófeimnar? Alltaf leið henni eins og
það væri gat á nærbuxunum eða
fæturnir grútdrullugir. Það kom nú
reyndar stundum fyrir. Þegar sex böm
em á heimili og olían rándýr þá er
ekkert verið að bruðla með heita
vatnið. Stundum læddist hún inn á
litla klósettið fyrir framan klefann í
leikfimihúsinu og þvoði sér um
fæturna svo að enginn vissi.
Þær myndu stríða henni ef þær
vissu. Ekki svo að skilja að þær hefðu
ekkert til að stríða henni á. Þær fundu
alltaf eitthvað. Henni hafði ekki verið
strítt heima í sveitinni. Að minnsta
kosti ekki mikið. Það voru ekki heldur
nema tvær stelpur þar og báðar eldri
en hún.
Til hvers voru pabbi og mamma að
flytja eiginlega? Þeim sem hafði liðið
svo vel í litla húsinu í hvamminum.
Og ekki skóli nema hálfan mánuð í
einu og engin asnaleg leikfimi þar
sem þurfti að stökkva yfir stóra hesta
og kistur sem maður meiddi sig
undantekningalaust á. Svo hló
kennarinn.
Þegar hún neitaði að stökkva yfir
hestinn í fyrsta tímanum og trúði
kennslukonunni fyrir því að það væri
dónalegt höfðu allir hlegið að henni.
Þá varð hún reið. Hún sagði þessari
kjánalegu kennslukonu að hún gæti
sleikt rassinn á hinum stelpunum í
þessum skítaskóla - „en nú fer ég sko
heim.“
- Láttu nú ekki svona, Petrea mín,
sagði kennslukonan en hún var svo
skrýtin í kringum munninn að Peta
þorði ekki að taka mark á henni. Öll í
kippum og hrukkum. Kannski myndi
hún taka í öxlina á henni og hrista
hana til eða þá fá hana til að stökkva
54 Æskan
yfir þennan hálfvitalega hest og það
þorði hún ekki fyrir sitt litla líf. Ekki
eftir að hafa látið svona stórkarlaleg
orð út úr sér. Svo hún fór heim. Þar
var hún hundskömmuð fyrir
óþekktina og send í rúmið.
Petrea! Það var þá líka nafn fyrir
níu ára stelpu. Strákarnir í bekknum
höfðu strax gripið það.
- Peta sketa, kúasketa! kölluðu þeir
og hlógu ógurlega.
Það vom allir krakkar alltaf
hlæjandi að öllum í þessu
hundsrassgati.
Peta var búin að gleyma því þegar
þau fluttu um haustið. Þá hafði henni
fundist þetta fallegasti staður á jörðu.
Fyrir utan sveitina heima og fjöllin þar
var þessi kaupstaður og fjöllin hér
„absolútt" (amma sagði alltaf
„absolútt" til að leggja áherslu á
eitthvað) það fallegasta sem hún hafði
séð.
En hvað hafði hún svo sem séð?
Smábút af Mýrunum og
Snæfellsnesinu, Borgarfjörð, einu
sinni komið til Reykjavíkur þegar hún
var fimm ára, og einu sinni til
Vestfjarða með sjóflugvél en þá var
hún svo lítil. Það taldist ekki með.
Peta andvarpaði og ákvað að ljúka
við klæða sig. Þessi leikfimitími hafði
ekki verið svo slæmur. Ef hún væri
nógu lengi að fara í fötin og labbaði
aðra leið heim en venjulega fengi hún
kannski frið fyrir erkióvininum.
Erkióvinurinn var stærsta og
vinsælasta stelpan í bekknum. Hún
hét Sigríður, kölluð Sirrý, og var nú
eiginlega falleg þótt Peta vildi helst
ekki viðurkenna það fyrir sjálfri sér.
Sirrý var löng og mjó með dökkt,
mikið hár og stór, brún augu. Hún var
dugleg að læra, fljót að hlaupa, góð í
sundi og leikfimi, inn undir hjá
kennslukonunni og var illa við Petu.
Allar hinar stelpumar í bekknum
vildu vera eins og Sirrý. Þess vegna
átti Peta enga góða vinkonu. Fyrst
Sirrý stríddi henni stríddu allar hinar
henni líka. Mismikið að vísu. Tvær
þeirra höfðu meira að segja komið
heim til hennar og beðið hana að
koma í parís eða boltaleik. En í
sveitinni hafði enginn verið til að leika
við, hvorki í parís né boltaleik og Peta
kunni hvorugt.
- Það er allt í lagi, sagði önnur
stelpan. - Við skulum bara kenna
þér. Og það gerðu þær. Þær komu á
hverjum degi þangað til eftir að
skólinn var byrjaður. En þegar Sirrý
byrjaði að stríða henni hættu þær að
leika við hana. Hún hékk alltaf úti
undir vegg í frímínútunum og horfði á
hinar leika sér.
Enn verra varð það eftir fyrsta
lestrarprófið. Hún varð óvart hærri en
Sirrý. Síðan hafði hún ekki fengið