Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1990, Page 52

Æskan - 01.01.1990, Page 52
Vandamálafjarki Kæra Nanna Kolbrún! Ég er með fjögur vandamál. 1. Ég var hrifin af strák. Ég kalla hann E. En nú er ég hrifin af Þ og svolítið hrifin af E. Ég var dálítið hrifin af frænda E. Ég kalla hann Ó. Ég byrjaði að vera með honum. Svo hættum við að vera saman en byrjuðum aftur aðeins seinna. Við hættum svo að vera saman og að tala saman í nokkrar vikur. Nú er- um við á ný orðin vinir. Nú byrjar vandamálið. Þegar ég er nálægt Þ þá verð ég óstyrk. Mig langar til að biðja hann að vera með mér en þori það ekki. Geturðu hjálpað mér? 2. Nanna, mér finnst eins og ég sé að verða blind. Ég er svo dof- in í augunum og sé stundum bara móðu! Ég er bráðum að fara í fyrsta skipti til augnlækn- is. 3. Það er svo mikill draugagang- ur heima að ég er að verða taugaveikluð. Það heyrist flett í blaðsíðum, tramp í stigum og fleira. Hvað get ég gert? 4. Nanna, ég get ekki skilið mömmu. Hún bara slær mig og systur mína og hárreytir og sparkar í okkur eins og rusl. Get ég látið hana hætta þessu. Ég kyrkti mig næstum og varð blá í framan. Gætirðu hjálpað mér. Ég þakka fyrir góðan þátt en mætti vera lengri. Hvað lestu úr skriftinni. Hvað heldurðu að ég sé gömul? Ein sem á alltaf vandamál. I bréfi þínu kemur fram að það er margt sem þú ert að glíma við. Þú virðist hafa fáa til þess að rœða við og þá verður baráttan harðari innra með þér. Það er ekki gott að vera einn með áhyggjur sínar of lengi. Þá fara vandamálin að beinast inn á við eins og þú lýsir í bréfinu og maður fœr löngun til þess að vinna sjálfum sér mein. Þetta er ekki farscel leið. Þú þarft að létta á hjarta þínu við einhvern sem þú treystir. Það er ágœtt fyrsta skref hjá þér að skrifa í þennan þátt en ekki nóg. Stutt svar í slíkum þœtti getur gefið vandamálinu annan blœ en sjaldan leyst mikil vandamál. í samtali er þetta öðruvísi. Því vil ég benda þér á j5 5Í | í‘ > é V y< V £ í! s 1 a ft $ I 'J fí | I Í. að leita til sérfrœðinga samhliða því sem þú fœrð svar hér. Sér- frœðingar geta verið ráðgjafar í skólanum þínum, starfsfólk í fé- lags- eða heilbrigðisþjónustu (heilsugœslan), í Reykjavík Unglingaráðgjöfin og sími í Barnahúsi Rauða krossins er öllum opinn. (S. 91 - 62 22 60) § 2. Þetta er vandamál sem þú | skalt rœða við augnlœkninn. | Þetta getur verið af líkamleguni s toga en það getur líka verið | streita og spenna. Rœddu af ein- | lœgni við augnlœkninn og lýstu | því vel við hvaða aðstœður til- | finning um blindu kemur yfir I Þíg ■ 1 $ y ;• 1. Þú ert ekki tilbúin til að velja £ einn strák af öllum þeim sem þér i líst vel á. Tilfinningar þínar breytast fljótt. Þ er sá sem höfð- ar mest til þín núna en trúlega á það eftir að breytast áður en langt um líður. Það liggur ekk- ert á. Gefðu tilfinningunum tíma til þess að þróast í takt við þinn eigin þroska. Þú finnur þegar þar að kemur hvenœr þér líður vel nálœgt þeim strák sem þú ert hrifin af og hvenœr þœr tilfinningar eru endurgoldnar. 3. Ekki trúa allir á drauga og draugagang. Eru fieiri á heitnU' inu sem heyra þetta líka? Getuf þú rœtt um þetta heima? Þettu eru spurningar sem skipta máh■ Ég gceti trúað að sú tilfinning þín að þú sért taugaveikluð stafi aði af einhverju öryggisleysl innra með þér fremur en °J draugagangi. Ég tel mikilvceg1 i að þú rceðir í trúnaði við ein* í hvern sem þú treystir. Getir Pu | ekki rœtt mál þín heima fynr I þarftu að leita til sérfróðs fólks- 56 Æskan

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.