Æskan - 01.01.1990, Page 56
Á fjölunum syðra og nyrðra er margt
Skemmtílegt
og skondíð!
Tvö af verðlaunaleikritum í
samkeppni Leikfélags Reykja-
víkur um barnaleikrit eru nú á
„fjölunum“. í Borgarleikhúsinu
í Reykjavík er Töfrasprotinn
eftir Benóný Ægisson sýndur
- en hann hlaut I. verðlaun í
samkeppninni- og í litla leik-
húsinu sínu við Hafnarstræti
(sem getur orðið furðu stórt)
sýnir Leikfélag Akureyrar
Eyrnalanga og annað fólk eftir
systurnar Iðunni og Kristínu
Steinsdætur. Þær hlutu 2.-3.
verðlaun fyrir tvö leikrit sem
þær sömdu saman og sendu
- hvort með sínu dulnefni.
Það er ánægjulegt að barna-
leikrit eru nú jafnan sýnd á
nokkrum stöðum á hverju ári.
Leikfélag Hafnarfjarðar frum-
sýnir leikrit um Hróa hött í
febrúarlok og unglingadeild
sama leikfélags er að sýna leik-
rit ætlað unglingum. í þessu
tölublaði er viðtal við tvo
unglinga sem leika í því.
Að bjarga
töfrasprota
úr höndum illþýðis
„Baldur er ósköp venjulegur
strákur sem á heima í Reykja-
vík. Hann á stundum í brösum
við strákagengi sem stríðir
honum; þeim finnst hann víst
ekki nógu kaldur karl. Einn
daginn lendir Baldur í furðu-
legu ævintýri - að minnsta
Úr verðlaunaleikritinu,
Töfrasprotanum, sem sýnt er í
Borgarieikhúsinu.
Baldur iendir í furðulegu
ævintýri þegar hann hjálpar Álfi
að bjarga töfrasprotanum úr
höndum illþýðis. . .
Ljósmyndari LR: Guömundur Ingólfsson
kosti veit hann ekki hvaða
stefnu heimurinn er að taka
þegar Álfur kemur til hans og
biður hann að koma og hjálpa
sér við að bjarga töfrasprotan-
um úr höndum illþýðis. Þeir
Baldur og Álfur leggja af stað í
hættuför og eiga sannarlega
eftir að komast í hann krapp-
an áður en ævintýrið er úti,“
segir í fréttatilkynningu um
leikritið, Töfrasprotann.
Þórunn Sigurðardóttir er
leikstjóri; Una Collins gerði
leikmynd („ævintýralega um-
gjörð um furðuheiminn sem
hinn reykvíski Baldur lendir
í. . .“); Arnþór Jónsson samdi
tónlist og Hlíf Svavarsdóttir
dansa.
60 Æskan