Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1990, Síða 57

Æskan - 01.01.1990, Síða 57
Flóttafólk frá eyjunni Sebrakabra »í leikritinu, Eyrnalangir og annað fólk, segir meðal annars frá íslenskri fjölskyldu sem fær flóttamenn, börn og fullorðna frá eyjunni Sebrakabra, í húsið til sín. Spinnast af því margs konar uppákomur og ævintýr enda eru hinir aðkomnu sér- kennilegir útlits og háttalag beirra annarlegt. í leikritinu er einnig farið til fyrrum heim- i<ynna þeirra á Sebrakabra en þar er með afbrigðum lit- skrúðugt og þar eiga heima margar Ijúfar kynjaverur. Þar koma við sögu lánlausir inn- brotsþjófar, nágrannakonan Elínóra, hrekkjusvín og fleira gott fólk. Þetta er spennandi leikrit á léttum nótum um krakka sem lenda í óvæntum svintýrum. í þessu leikriti hlær sá best sem síðast hlær.“ Þannig hljóðar fréttatilkynn- lng frá Leikfélagi Akureyrar. í gögnum, sem við fengum, sjáum við líka að Andrés Sigur- vinsson annaðist leikstjórn, kfallmundur Kristinsson bjó til leikmynd, Rósberg Snædal ákvað búninga og gervi, Ragn- hildur Gísladóttir samdi tón- list. Hlutverkin eru í höndum átta fullorðinna og átta ungl- inga, 12-14 ára. Af því sem segir um leikritin tvö er Ijóst að þeir sem leggja leið sína í leikhúsin og sjá þessi verk verða vitni að ævintýrum. Það er líka „heilt ævintýri,“ - eins og fólk sagði fyrrum - að fara í leikhús. Vonandi er að sem flestir lesendur Æsk- unnar eigi tök á að verða þátt- takendur í þessum ævintýrum - þó að þeir sitji „úti í sal“. Aldrei er hægt að lýsa leik- riti í stuttu máli svo að vel sé því að það þarf að sjá auk þess að heyra það flutt. Við birtum nokkrar myndir úr sýningunum. Þær gefa dálitla mynd af því sém gerist á einu andartaki. Það er auðvitað langt frá því nóg. . . Að því ógleymdu að hugblærinn, sem ríkir í leikhús- inu, verður ekki fluttur þaðan á síður blaðsins. . . Til þess að reyna að gefa \ ykkur hugmynd um álit fólksins frá Sebrakabra á íslendingum ( - í fyrstu. . .) birtum við hluta eins söngsins í leikritinu, Eyrnalöngum og öðru fólki, en í því er mikið sungið. (Það kallar svið „vondan and- lit“. . .) íslendingur ekki mikið geta, aldrei vilja þarakássu eta, bara mör og eintómt ullabjakk, alltaf eta gamalt rolluhakk, pakk! Islendingur alltaf vera mæddur eða voða reiður, sólin hræddur, líka að glápa á sjónvarpið - og svei, svona finnast ég ekki gaman, nei, nei, nei. Verðlaunaleikritið, Eymalangir og annað fóik, er sýnt á Akureyri. Það er fjör á fjölunum þegar íslendingar og Sebrakabra- menn kynnast. . . Ljósmyndarí LA: Páll A. Pálsson Um mataræði íslendinga íslendingur ekki góður maður, alltaf vera reiður, ekki glaður, borða súrur hval og kjöt svo feitur, kæstur skata, þetta vera eitur. Þetta vera voðalegt, vondur andlit, vondur andlit, vera líka hættulegt, vondur andlit baula me! Æskan 61

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.